Aníta Sif, næringafræðingur

Agnes Erlingsdóttir, barnasjúkraþjálfari

Hjá Heilsuborg sinnir Agnes almennri sjúkraþjálfun fyrir börn á aldrinum 0-18 ára, lungnasjúkraþjálfun og veitir ráðleggingar og fræðslu um hreyfingu fyrir börn með langvinna sjúkdóma.

Agnes lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskólanum Í Osló árið 2014, kláraði svo framhaldsnám í barnasjúkraþjálfun vorið 2018. Hún hefur unnið við almenna barnasjúkraþjálfun fyrir börn á aldrinum 0 – 18 ára, síðustu tvö ár hefur hún sérhæft sig í sjúkraþjálfun fyrir börn með hjarta- og lungnasjúkdóma.

Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar: Hjarta- og lungnasjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun fyrir börn með langvinna sjúkdóma og almenn barnasjúkraþjálfun.

Agnes leggur áherslu á hreyfigleði, örvun á hreyfiþroska og aukin lífsgæði.

Netfang: agnese@heilsuborg.is

2019-01-30T10:22:34+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok