Anna Berglind Jónsdóttir, Íþrótta- og heilsufræðingur

Hjá Heilsuborg þjálfar Anna Berglind á námskeiðinu Léttara líf ásamt því að sinna Einkaþjálfun, Markvissri hreyfingu, Startpakka  og Hreyfimati.

Hún er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún sérhæfði sig í hreyfingu fyrir einstaklinga í ofþyngd og meðgöngu- og mömmuþjálfun. Hún hefur meðal annars sinnt almennri heilsuþjálfun, þjálfað nýbakaðar mæður og þjálfað knattspyrnu. Hún hefur mjög gaman af því að umgangast fólk og hefur mikinn áhuga á að starfa með einstaklingum sem glíma við hinar ýmsu hindranir í daglegu lífi. 

Anna Berglind hefur alla tíð haft brennandi áhuga á alhliða hreyfingu og hollu mataræði og í frítíma sínum stundar hún crossfit, utanvega- og götuhlaup og fjalla- og götuhjólreiðar.

Netfang: annaberglind@heilsuborg.is
Sími: 697-9910

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top