Byrjaðu að hreyfa þig, heilsuborg.is

MÍN BESTA HREYFING

Grunn hreyfinámskeið

Veistu ekki hvernig þú átt að byrja? Ertu óörugg(ur) að taka þátt í líkamsrækt? Ef þú hefur lítið hreyft þig í langan tíma er þetta námskeiðið fyrir þig.


Byrjaðu að hreyfa þig er 8 vikna námskeið, hugsað fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa áttað sig á stöðunni og hvernig best sé að byrja.

Kennt er tvisvar í viku og við bjóðum þrjár tímasetningar: 6:10, 12:00 og 17:30. Þátttakendur geta mætt á þessum tímum eins og best hentar. Það getur komið sér vel, t.d. fyrir þá sem vinna vaktavinnu.

Við leggjum sérstaka alúð við það að aðstoða við fyrstu skrefin í hreyfingunni. Þess vegna erum við með persónulegt viðtal við íþróttafræðing í upphafi og í lok námskeiðs. Þannig er hægt að kortleggja stöðuna og setja raunhæf markmið um framhaldið.

Þjálfarar Heilsuborgar eru allir með háskólamenntun í sínu fagi. Þeir vita vel að það getur verið erfitt að byrja að hreyfa sig. Í upphafi er vel farið yfir hvernig best er að beita sér þegar æfingarnar eru gerðar því árangurinn ræðst af því; æfing sem er rangt gerð getur gert illt verra. Þjálfararnir vita líka að þarfir og geta fólks eru ólík og fylgjast vel með þátttakendum í tímum. Þeir gæta þess að ekki sé farið af stað með einhverjum látum og að álagið sé hæfilegt.

Þú sérð árangurinn
Þátttakendum býðst án aukakostnaðar að láta fagfólk Heilsuborgar mæla samsetningu líkamans. Mælingin er gerð á líkamsgreiningartæki og sýnir m.a. grunnefnaskiptin, fitu- og vöðvamassa. Með þessar upplýsingar í höndum er auðveldara að átta sig á stöðunni og taka næstu skref af öryggi.

Námskeiðið hefst 2. september. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum

Sigríður Einarsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

STUNDASKRÁ


Mánudaga kl. 06:10, 12:00 eða 17:30
Miðvikudaga kl. 06:10, 12:00 eða 17:30

VERÐSKRÁ


Heildarverð 8 vikur, 2x í viku 39.800 kr
Á mánuði 19.900 kr

KAUPA BESTA HREYFINÁMSKEIÐIÐ

INNIFALIÐ

  • 8 vikur x tveir tímar á viku undir leiðsögn íþróttafræðinga Heilsuborgar
  • Upphafs- og lokaviðtal við íþróttafræðing
  • Stöðluð þjálfunaráætlun í tækjasal fyrir byrjendur, leiðsögn hjá þjálfara á völdum tímum
  • Aðgangur að tíma í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans – í upphafi og lok námskeiðs
  • Lokuð Facebook síða fyrir þátttakendur fyrir umræður, fróðleik og hvatningu
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal þar sem fagaðilar Heilsuborgar eru til ráðgjafar
  • Aðgangur að heitum potti og sauna