dansfjör 60+, heilsuborg

DANSFJÖR 60+

Má bjóða þér í dans? Dansfjör 60+ er líflegt og skemmtilegt námskeið þar sem dans er notaður til að koma fólki í form!

Ef þú ert hress 60 ára eða eldri og finnst gaman að hreyfa þig í takt við tónlist komdu þá og prófaðu.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er.

Við mælum með því að þú skráir þig í reglubundna áskrift til að eiga öruggt pláss á námskeiðinu. Binditími er aðeins tveir mánuðir, eftir það er hægt að ljúka áskrift með eins mánaðar fyrirvara. Á hverju 12 mánaða tímabili er hægt að gera hlé í einn samfelldan mánuð.

Fyrirvari er gerður um lágmarksskráningu. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur námskeið niður eða frestast.

Hjördís Berglind Zebitz
Zumbakennari

STUNDASKRÁ


Þriðjudaga kl. 11:00-11:55
Fimmtudaga kl. 11:00-11:55

VERÐSKRÁ


Heildarverð 24.600 kr

Heildarverð pr. mán. 12.300 kr

Áskriftarverð pr. mán. 12.300 kr

Lágmarks binditími í áskrift eru 2 mánuðir. Að binditíma loknum er uppsagnarfrestur 1 mánuður.

KAUPA DANSFJÖR

INNIFALIÐ

  • Þjálfun/dans tvisvar í viku
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Ótakmarkaður aðgangur að heitum potti og sauna
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
  • Opinn tími á föstudögum kl. 11:00 fyrir Heilsuborgara, 60 ára og eldri