Aníta Sif, næringafræðingur

Davíð Már Sigurðsson, íþrótta- og heilsufræðingur

Davíð útskrifaðist með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017 og stundar þar MSc nám samhliða vinnu. Í BSc náminu lagði hann áherslu á styrktarþjálfun almennings og íþróttamanna en einnig voru bardagaíþróttir og jaðarsport í fremstu víglínu.

Davíð hefur komið að þjálfun barna og unglinga í fimleikum og parkour og er einn af upphafsmönnum parkour íþróttarinnar hér á landi. Einnig hefur hann mikla reynslu í þjálfun einstaklinga með þroskahömlun ásamt því að sinna styrktarþjálfun almennings sem einkaþjálfari og hóptímaþjálfari. Hann hefur þjálfað hóptíma í Heilsuborg síðan 2019.

Davíð hefur unun af því að þjálfa og æfir sjálfur Parkour af miklu kappi milli þess sem hann glímir og boxar.

Netfang: david@heilsuborg.is