gjafabréf Heilsuborg.is

GJAFABRÉF HEILSUBORGAR

Gefðu þeim sem þú elskar góða heilsu.

Gjafabréf Heilsuborgar eru upplögð tækifærisgjöf fyrir vinkonuna, mömmuna eða afa og ömmu og sýna kærleik og umhyggju í verki.

Við bjóðum tvo möguleika til að kaupa og afhenda gjafabréfið.
Þú getur a) látið prenta gjafabréfið út á vandaðan pappír eða b) keypt gjafabréf og sent rafrænt frá heimasíðunni.

Það sem þú færð og það sem þú þarft að gera:

Gjafabréf á pappír til að stinga í pakkann
Ef þú velur að fá gjafabréfið prentað á vandaðan pappír til að setja í pakkann þá þarftu að koma í afgreiðslu Heilsuborgar, Bíldshöfða 9.

Hjá okkur greiðir þú upphæðina (eða námskeiðið) sem þú velur að gefa og gjafabréfið er prentað út á staðnum. Hvert gjafabréf hefur einstakt númer og viðtakandi framvísar því í afgreiðslu Heilsuborgar til að kaupa fyrir það þjónustu. Gjafabréfið gildir í 1 ár frá útgáfudegi.

Smelltu á efsta hnappinn hér til hægri til að sjá við erum.

Rafrænt gjafabréf
Ef þú velur rafrænu lausnina fær viðtakandi gjafabréfið í tölvupósti á þeim degi sem þú ákveður. Þú getur annað hvort valið ákveðna upphæð með því að velja vöruna “Gjafabréf, upphæð að eigin vali” í vefversluninni eða þá að þú getur valið tiltekið námskeið þar. Á upplýsingasíðu hvers námskeiðs finnur þú hnappinn “Gefa námskeið” sem þú getur nýtt til að virkja þann möguleika.

Með rafrænu lausninni fyllir þú út upplýsingar um viðtakandann og þig. Þú getur gert gjafabréfið persónulegt með eigin skilaboðum og þú líka skipt um mynd ef þú kýst. Þú getur valið hvaða dag viðtakandinn fær sendan netpóstinn sem inniheldur gjafabréfið. Á gjafabréfinu er sérstakur lykill (kóði) sem viðtakandi nýtir í vefversluninni eða framvísar hér hjá okkur þegar honum hentar. Þannig sparar þú allan pappír og lætur tæknina sjá um málið. Gjafabréf sem keypt eru á netinu gilda í eitt ár frá útgáfudegi. Ef þú gefur rafrænt gjafabréf færðu skilaboð frá vefversluninni þegar viðtakandi nýtir gjafabréfið.

KOMDU Á BÍLDSHÖFÐANN OG KAUPTU GJAFABRÉF Á PAPPÍR
KAUPA GJAFABRÉF, UPPHÆÐ AÐ EIGIN VALI
KAUPA GJAFABRÉF Á NÁMSKEIÐ