Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari M.Tc. M.Sc

Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari, heilsuborg.is

Gunnar vinnur að mestu á bæklunarsviði, sem stoðkerfissérfræðingur og fæst mikið við vandamál frá hryggsúlu og vandamál tengd íþróttum.

Hann lauk sérfræðinámi frá University of Saint Augustine í Florida og hefur einnig stundað nám í nálastungum, osteopatiskum hnykkingum, sérhæfðri bandvefslosun og medical exercise therapy (MET). Hann stundaði meistaranám við Háskólann á Akureyri, 2006 – 2012. Náminu lauk með rannsókninni „Nýting segulómrannsókna við greiningu og meðferð brjóskloss í lendahrygg“ og birtist grein með sama nafni í Læknablaðinu í upphaf árs 2017.

Gunnar hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu í “skoðun og meðferð á stoðkerfi” (M.T.) árið 2015. Árið 2016 stundaði Gunnar nám í notkun ómskoðunar, “diagnostic ultrasound” í Oxford á Englandi.

Gunnar starfaði hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 2012 -2017 og hjá Eflingu ehf. 1998-2012, þar sem hann sérhæfði sig í stoðkerfisfræðum ( Manual Therapy). Þá starfaði hann sem sjúkraþjálfari við Comprehensive Physical Therapy Center, Chapel Hill, North Carolina, USA frá 1996-1998. Þar vann hann mest með einstaklinga með vandamál frá hryggsúlu, kjálkum og íþrótameiðsli. Frá 1994-1996 starfaði Gunnar sem sjúkraþjálfari hjá Dynamark INC, Columbus, Mississippi, USA.

Gunnar er með starfsleyfi sem sjúkraþjálfari á Íslandi, í Svíþjóð og fjórum fylkjum Bandaríkjanna.

Netfang: gunnar@heilsuborg.is
Sími: 560 1010

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top