Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari PhD og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis

Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari PhD og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis

Dr. Harpa Helgadóttir lauk BS námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1991, sérfræðinámi í stoðkerfisfræðum (Manual Therapy) frá University of St. Augustine árið 2000 og Master í heilbrigðisvísindum (MHSc) frá sama skóla árið 2005. Árið 2006 hóf hún doktorsnám í Líf- og læknavísindum (PhD) við Háskóla Íslands og varði doktorsverkefni sitt árið 2010. Harpa hefur gert rannsóknir á hrygg og axlargrind og skrifað vísindagreinar sem birtar hafa verið í vísindatímaritum.

Harpa hefur unnið sem sjúkraþjálfari síðan 1991 og stofnaði Breiðu bökin árið 1991 sem sérhæfir sig í fræðslu og þjálfun einstaklinga með háls- og bakverki (www.bakleikfimi.is). Harpa hefur verið kennari við Háskóla Íslands síðan árið 2001 og University of St. Augustine síðan 2013. Einnig hefur hún kennt í Háskóla Reykjavíkur síðan árið 2015. Harpa hefur verið með námskeið fyrir sjúkraþjálfara á vegum Félags Íslenskra Sjúkraþjálfara hér á Íslandi síðan 2010, á vegum University of St. Augustine síðan 2015 og fyrir fyrirtækið KINE í Evrópu síðan 2010.

Netfang: harpa@heilsuborg.is
Sími: 5601010

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top