Heilsulausnir, Heilsuborg

HEILSULAUSNIR

Ný útgáfa með Sidekick heilsuappinu. Ætlar þú að taka næsta skref í átt að betri heilsu?

Heilsulausnir er ætlað þeim sem vilja þjálfa líkama og sál til betri heilsu. Nálgunin er heildræn þar sem unnið er með hreyfingu, mataræði, matarvenjur og hugarfar. Áhersla er lögð á að samtvinna breytingarnar daglegu lífi þátttakenda og öðast árangur sem endist.

Heilsulausnanámskeiðið er þríþætt:

 • Hreyfing í hóp þrisvar í viku undir leiðsögn þjálfara
 • Fræðslunámskeið með þátttöku í hóp aðra hverja viku auk opinna stuðningstíma og virkum stuðningi í lokuðum hópi á facebook, pistlum, myndböndum og uppskriftum
 • Aðgangur að Sidekick heilsuappi með áskorunum, hvatningu og stuðningi

Á þriðja þúsund manns hafa nýtt sér námskeiðið með góðum árangri. Þetta vinsæla námskeið er í stöðugri þróun hjá Erlu Gerði Sveinsdóttur heimilislækni og starfsfólki Heilsuborgar þar sem löng reynsla og ný þekking fléttast saman.

Í þessari nýju útgáfu af Heilsulausnum notum við nýtt námsefni að bandarískri fyrirmynd*. Sýnt hefur verið fram á að sú nálgun stuðlar að góðum árangri til að ná jafnvægi á blóðsykri og þyngdarstjórnun. Við fléttum þessu nýja námsefni inn í gömlu góðu Heilsuborgarleiðina. Hópurinn hittist aðra hverja viku og vinnur saman með sín markmið og finnur bestu leiðina til árangurs. Fyrir tímann færð þú send myndbönd og fræðslupistla sem unnið er með í tímunum. Auk þess býðst þér reglulega opinn stuðningstími hjá hjúkrunarfræðingi. Lokuð facebooksíða verður aðgengileg fyrir hópinn þar sem við styðjum hvert annað. Auk þess notum við heilsuappið Sidekick þar sem hópurinn tekst á við skemmtilegar og auðleysanlegar áskoranir og fær hvatningu og stuðning. Útkoman er spennandi, fjölbreytt námskeið með stuðningi og handleiðslu svo þú getir gert allt sem í þínu valdi stendur til að halda góðri heilsu.

Að námskeiðinu standa hjúkrunarfæðingar, íþróttafræðingar, læknar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar auk Sólveigar ástríðukokks (Lífsstíll Sólveigar) sem verður með sýnikennslu, smakk og góðar uppskriftir. Sólveig hefur sjálf reynslu af því að breyta lífi sínu, en hún var þátttakandi í Heilsulausnum 2011-2012.

Námskeiðið er ársnámskeið. Því er skipt í tvo 6 mánaða áfanga og hægt er að taka hvorn áfangann fyrir sig. Hægt er að koma eingöngu á fræðsluhluta námskeiðsins.  Í fyrri hlutanum er lögð áhersla á að koma reglu á hreyfingu og matæði. Þar innleiðum við góða daglega rútínu og vinnum að góðri líðan á líkama og sál. Í senni hluta námskeiðsins höldum við áfram og förum dýpra í þessa þætti til að festa heilbrigðan lífsstíl enn betur í sessi. Þar erum við farin að fikra okkur lengra með mataræðið og Sólveig verður með sýnikennslu og matarsmakk til að auðvelda okkur það verkefni.

Mataræði: Hjá okkur er ekkert er bannað og ekkert svelti. Þú lærir að borða hollan og góðan mat reglulega og njóta hans en stjórna samt þyngdinni og blóðsykrinum. Fjölbreyttar hugmyndir að einföldum og góðum mat, hagnýt ráð í matseld ásamt uppskriftum og fræðslu um góða næringu, auðvelda þér að bæta mataræðið.

Hreyfing í hóp undir handleiðslu íþróttafræðings þrisvar í viku. Frjáls aðgangur að líkamsræktinni og spennandi opnir tímar sem auka fjölbreytni og gleði.

Hugarfar og daglegar venjur skipta öllu máli ef árangurinn á að vera varanlegur. Áhersla er á sjálfsstyrkingu og jákvætt hugarfar með markvissri uppbyggingu. Hugað er að streituvöldum, slökun og góðum svefni.

Einstaklingsbundnar ráðleggingar hjúkrunarfræðings fylgja námskeiðinu og gerðar eru reglulegar mælingar á líkamssamsetningu til að tryggja að þú sért að byggja upp heilbrigðari líkama.

Sidekick heilsuforritið hjálpar þér til að halda utanum þín verkefni, takast á við áskoranir og fylgjast með árangrinum á einfaldan og skemmtilegan hátt.

*National Diabetes Prevention Program (NDPP) frá Center for Disease Control and Prevention (CDC) í Bandaríkjunum hefur verið starfrækt um árabil. Námskeiðið er upphaflega ætlað einstaklingum með skert sykurþol til að koma í veg fyrir sykursýki. Komið hefur í ljós að þessi aðferð hentar vel til að fyrirbyggja sjúkdóma en hún sýnir líka mikinn árangur fyrir einstaklinga sem komnir eru með sykursýki, offitu eða hjarta- og æðasjúkdóma. Leiðbeinendur námskeiðsins í Heilsuborg hafa fengið sérstaka þjálfun til að stýra námskeiðinu sem er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Næstu námskeið í Heilsulausnum hefjast 23. október. 

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 16. október kl 17.30.

Auður Hlín Rúnarsdóttir
íþróttafræðingur

Elva Björk Sveinsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

Erla Gerður Sveinsdóttir
læknir

Guðni Heiðar Valentínusson
íþrótta- og heilsufræðingur

Heimir Hallgrímsson
íþrótta- og heilsufræðingur

Íris Björk Ásgeirsdóttir
íþróttafræðingur

Kristín Friðriksdóttir
hjúkrunarfræðingur

Marianna Csillag
hjúkrunarfræðingur

Sólveig Sigurðardóttir
ástríðukokkur og leiðbeinandi

STUNDASKRÁ


Hópþjálfun er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum

Guðni og Íris Björk kl. 06:20
Guðni og Íris Björk kl. 07:20
Auður og Heimir kl. 10:00
Elva Björk og Heimir kl. 12:00
Ingvi og Lars kl. 17:30
Ingvi og Lars kl. 18:30

Fræðsla

Fimmtudaga kl. 17:30-19:15

VERÐSKRÁ


Verð á mánuði fyrir 6 mánuði 28.900 kr
Verð á mánuði í 12 mánuði 23.900 kr
Verð á mánuði fyrir fræðsluna eingöngu, 6 mánuðir 14.900 kr

KAUPA HEILSULAUSNIR

INNIFALIÐ Í FYRRI HLUTA NÁMSKEIÐS

 • Þjálfun í hóp undir leiðsögn íþróttafræðings þrisvar í viku
 • Sidekick heilsuforritið, kennsla og stuðningur
 • Einstaklingsbundnar ráðleggingar hjúkrunarfræðings
 • Reglulegar mælingar á líkamssamsetningu
 • Fjölbreytt fræðsla á tveggja vikna fresti
 • Opnir stuðningstímar hjá hjúkrunarfræðingi
 • Myndbönd og pistlar
 • Stuðningur í lokuðum hóp á facebook
 • Aðgangur að líkamsræktinni, opnum tímum og opnum fyrirlestrum Heilsuborgar

INNIFALIÐ Í SEINNI HLUTA NÁMSKEIÐS

 • Þjálfun í hóp undir leiðsögn íþróttafræðings þrisvar í viku
 • Reglulegar mælingar á líkamssamsetningu
 • Fjölbreytt fræðsla á tveggja vikna fresti
 • Opnir stuðningstímar hjá hjúkrunarfræðingi
 • Pistlar
 • Sýnikennsla í matreiðslu, smakk og fjölbreyttar uppskriftir
 • Stuðningur í lokuðum hóp á facebook
 • Aðgangur að líkamsræktinni, opnum tímum og opnum fyrirlestrum Heilsuborgar
2017-10-16T15:39:21+00:00