Heilsuveisla alla daga. Heilsumamman og Heilsuborg. Lærðu að elda gómsæta heilsurétti.

HEILSUMAMMAN, HEILSUVEISLA

Vilt þú læra að elda næringarríkan og bragðgóðan mat sem stuðlar að góðri heilsu? Komdu og æfðu þig hjá okkur!


Námskeið Heilsumömmunnar henta þeim sem vilja bæta mataræðið í daglegu lífi og vilja fá nýjar hugmyndir að hollum mat. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í bættum lífsstíl og líka þeim sem lengra eru komnir.

Vilt þú borða þig til betri heilsu?
Heilsumamman hefur um árabil staðið fyrir vinsælum matreiðslunámskeiðum þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Það er sérstök ánægja að segja frá því að frá og með febrúar 2019 starfar Heilsumamman með Heilsuborg og hefur flutt til okkar alla sína starfsemi. Nálgunin er í takt við þá stefnu sem Heilsuborg fylgir í ráðgjöf til viðskiptavina sinna og uppskriftirnar fljótlegar, einfaldar og hollar. Nú
geta viðskiptavinir Heilsuborgar spreytt sig á því að elda í takt við þær ráðleggingar sem hér eru gefnar.
Nánari upplýsingar um Heilsumömmuna: https://heilsumamman.is/

Gómsætt og hollt
Uppskriftir Heilsumömmunnar eru að gómsætum mat fyrir fjölskylduna. Þær henta einnig þeim sem eru með óþol eða ofnæmi fyrir mjólkurvörum, hvítu hveiti, sykri eða aukaefnum. Flest námskeiðin henta þeim sem aðhyllast vegan eða grænmetisfæði nema annað sé tekið fram.
Áhersla er lögð á hreint fæði þar sem allt er gert frá grunni. Heilsumamman deilir með þátttakendum eigin leyndarmálum um hvernig hægt er að gera matreiðsluna bæði fljótlega og einfalda.

Á námskeiðum Heilsumömmunnar er hámarksfjöldi 20 manns og unnið er á stöðvum. Allir þátttakendur spreyta sig á að elda alla réttina sem eru teknir fyrir á hverju námskeiði. Námskeiðin fara fram í eldhúsi Heilsuborgar og hvert námskeið er aðeins ein kvöldstund. Í lok námskeiðs borða þátttakendur saman matinn sem þeir elduðu eða taka með sér heim.

Námskeiðin

 • Fljótlegur kvöldmatur – Kjöt og fiskur: 11.mars kl. 18:00 – 21.00.
 • Morgunmatur og millimál: 27. mars kl. 17:30 – 20:30.
 • Næringarríkt nammi: 1. apríl kl. 18:00 – 21:00 og 8. apríl kl. 18:00 – 21:00. (Börn greiða 2.500kr á námskeiðið Næringarríkt nammi)

Börn og unglingar á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með og greiða 50 % af námskeiðisgjaldinu. Hafið samband við móttöku í síma 5601010 eða mottaka@heilsuborg.is til að ganga frá skráningu fyrir börn og unglinga.

Þjálfarar/leiðbeinendur:
Oddrún Helga Símonardóttir, heilsumamma og ástríðukokkur

”Oddrún Helga Símonardóttir
heilsumamma og ástríðukokkur

STUNDASKRÁ


Mánudagar kl. 18:00-21:00
Miðvikudagar kl. 17:30-20:30

VERÐSKRÁ


Morgunmatur og millimál 9.900 kr
Fljótlegur kvöldmatur – grænmeti 10.900 kr
Fljótlegur kvöldmatur – kjöt og fiskur 11.900 kr
Næringarríkt nammi 8.900 kr

TAKTU BÖRNIN MEÐ. VERÐ PR. BARN


Morgunmatur og millimál 4.950 kr
Fljótlegur kvöldmatur – grænmeti 5.450 kr
Fljótlegur kvöldmatur – kjöt og fiskur 5.950 kr
Næringarríkt nammi 2.500 kr

KAUPA HEILSUVEISLUR

INNIFALIÐ

 • Kennsla í að töfra fram Heilsuveislur án fyrirhafnar
 • Uppskriftir
 • Matur

HEILSUVEISLA MEÐ HEILSUMÖMMU OG HEILSUBORG
SJÁÐU HVAÐ ER Í MATINN!

Eldaðu næringarríkan og bragðgóðan mat með Heilsumömmu í Heilsuborg. heilsuborg.is
KAUPA MORGUNVEISLU

Morgunmatur og millimál

 • Avókadó morgunverðarskál
 • Epla nachos
 • Grænn smoothie og frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
 • Heimagert múslí
 • Heimatilbúið frækex
 • Kanil latte
 • Mismunandi morgungrautar
 • Nærandi múslíkúlur
 • Pestó og hummus
Eldaðu næringarríkan og bragðgóðan mat með Heilsumömmu í Heilsuborg. heilsuborg.is
KAUPA HEILSUVEISLU, GRÆNMETISRÉTTIR

Fljótlegur kvöldmatur. Borðum meira grænmeti

 • Austurlenskar kínóabollur
 • Kínóa
 • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
 • Linsutaco með regnboganúðlum
 • Svartbaunaborgarar með hnetusósu og marineruðum rauðlauk
 • Tælensk súpa
Heilsumamma býður þér að elda næringarríkan og bragðgóðan mat í Heilsuborg. Kvöldmatur. heilsuborg.is
KAUPA HEILSUVEISLU, KJÖT OG FISKUR

Fljótlegur kvöldmatur. Kjöt og fiskur

 • Ítalskur fiskréttur
 • Kínóa
 • Kóríander chutney
 • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
 • Litríkt salat
 • Mexíkó lambakjötsréttur
 • Næringarrík kjúklingasúpa
 • Tikka masala
Heilsumamma býður þér að elda næringarríkan og bragðgóðan mat í Heilsuborg. Nammi með góðri samvisku. heilsuborg.is
KAUPA HEILSUVEISLU, NAMMI

Næringarríkt nammi

 • Heimagert súkkulaði
 • Karamellukubbar
 • Lakkrískúlur
 • Marsípankonfekt
 • Snickerskaka
 • Valhnetukúlur