hjartaþjálfun með sjúkraþjálfara

HJARTAÞJÁLFUN MEÐ STUÐNINGI SJÚKRAÞJÁLFARA

Þjálfunin hentar þeim sem eru með eða fleiri áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall og vilja gera reglulega þjálfun að hluta að sínum lífstíl til framtíðar.

Sjúkraþjálfari metur hvern og einn og stillir í kjölfarið upp æfingaáætlun, sem er sett á þjálfunarlykil, sem leiðir viðkomandi í gegnum æfingarnar. Sjúkraþjálfari veitir leiðsögn sem miðar því að allar æfingar séu rétt samsettar, rétt gerðar og á réttu álagi. Hann uppfærir áætlunina vikulega og veitir aðhald á þjálfunartímabilinu.

Í hjartaþjálfun með stuðningi sjúkraþjáfara er gert ráð fyrir vikulegum fundi með sjúkraþjálfara og 2-3 skiptum á viku þar sem viðskiptavinir þjálfa á eigin vegum skv. þjálfunaráætlun.

Ása Dagný Gunnarsdóttir
sjúkraþjálfari

VERÐSKRÁ


Kr. 8.700 á mánuði fyrir aðgang að líkamsrækt og þjálfunarlykil/æfingaáætlun.
Auk þess er greitt fyrir hvern tíma með sjúkraþjálfara skv. verðskrá Sjúkratrygginga Íslands hverju sinni. Athugið að framvísun læknisbeiðni tryggir niðurgreiðslu á verði þjónustunnar.

Skráning á mottaka@heilsuborg.is, í móttöku Heilsuborgar og í síma 560 1010

INNIFALIÐ

  • Vikuleg leiðsögn og aðhald sjúkraþjálfara sem fylgist með því að æfingar séu rétt gerðar. Ef þörf er á meiri stuðningi er hægt að hitta sjúkraþjálfara oftar en vikulega.
  • Einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara í upphafi námskeiðs.  Viðtalið fer fram áður en þjálfun hefst og þar er farið yfir einstaklingsbundna þætti varðandi heilsufar og skilgreind persónuleg  þjálfunaráætlun.
  • Þjálfunarlykill/æfingaplan
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal Heilsuborgar í 2 mánuði
  • Regluleg uppfærsla á þjálfunaráætlun
2018-02-14T12:08:38+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok