Hjörtur Gíslason, MD, PhD

Hjörtur Gíslason, skurðlæknir, heilsuborg.is

Hjörtur er sérfræðingur í almennum skurðlækningum og meltingarfæraskurðlækningum. Hann sameinast nú meðferðarteyminu í Heilsuborg með það fyrir augum að meðferð og þjónusta við þennan sjúklingahóp verði sem best.

Hjörtur hefur starfað með einstaklingum með offitu og framkvæmt efnaskiptaaðgerðir (magaermi, magahjáveita) sl. 18 ár. Hann var frumkvöðull í efnaskiptaaðgerðum í gegnum kviðsjá á LSH og hefur haft yfirumsjón með þeim frá árinu 2000. Hjörtur kom á fót slíkum aðgerðum í Osló 2005, Malmö 2009 og hefur ásamt sínu teymi gert samtals 17.000 slíkar aðgerðir. Hjörtur hefur tekið þátt í að þróa og betrumbæta tækni við aðgerðirnar og skrifað fjölda greina um árangur skurðaðgerða við offituvanda. Auk þess hefur Hjörtur reglulega haldið námskeið fyrir erlend teymi sem starfa á sama sviði.

Hjörtur er með viðtalstíma í Heilsuborg til undirbúnings og eftirmeðferðar efnaskiptaaðgerða vegna offitu. Hægt er að panta tíma hjá Hirti í móttöku Heilsuborgar í síma 5601010 eða með því að senda póst á mottaka@heilsuborg.is

Aðgerðir sínar fyrir íslenska sjúklinga framkvæmir Hjörtur annars vegar á Landspítalanum, hins vegar í Svíþjóð.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top