Heilsurækt

Heilsulausnir - léttara líf

LineBreak

Heilsulausnir -  léttara líf

 

 

 

 

 

Heilsulausnir er ársnámskeið þar sem þú þjálfar líkama og sál til betri heilsu. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja vinna með þyngdarstjórnun og ná árangri sem endist. Unnið er samkvæmt Heilsuborgarleiðinni sem þróuð hefur verið af Erlu Gerði Sveinsdóttur heimilislækni sem hefur aðstoðað fólk við lífstílsbreytingu og þyngdarstjórnun í áraraðir. Hér er heildræn nálgun þar sem unnið er með hreyfingu, mataræði, matarvenjur og hugarfar. Mismunandi áherslur eru á námskeiðinu eftir árstíðum og fleiri þáttum svo þú náir tökum á þinni tilveru við mismunandi aðstæður. Fyrsti áfangi Heilsulausna er fjögurra mánaða námskeiðið Léttara líf og hægt er að taka þann áfanga eingöngu.

 

Hreyfing í hóp undir handleiðslu íþróttafræðings þrisvar í viku. Frjáls aðgangur að líkamsræktinni og spennandi opnir tímar sem auka fjölbreytni og gleði.

Ráðgjöf um mataræði er samkvæmt Heilsuborgarleiðinni. Ekkert er bannað og ekkert svelti. Þú lærir að borða hollan og góðan mat reglulega og njóta hans en léttast samt. Fræðsla, sýnikennsla í matreiðslu, smakk, góð ráð, hugmyndir og handleiðsla. Þú færð margskonar hjálpartæki til að finna þína leið að góðu mataræði sem þú getur hugsað þér að viðhalda til langs tíma svo sem stigakerfið, svengdarmælinn, matseðla og uppskriftir bæði á fyrirlestrum og á lokaðri síðu hópsins á facebook.

 

 

Hugarfar og daglegar venjur skipta öllu máli ef árangurinn á að vera varanlegur. Þessir þættir eru veigamiklir í okkar námskeiði og þú færð aðstoð við að finna leið til að ná þínum markmiðum. Áhersla er á sjálfsstyrkingu og jákvætt hugarfar með markvissri uppbyggingu.

 

 

Einstaklingsbundnar ráðleggingar hjúkrunarfræðings í upphafi námskeiðs og reglulegar mælingar á líkamssamsetningu eru hluti af námskeiðinu.

Að námskeiðnu standa íþróttafræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknir, ástríðukokkur, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar.

 

Ný námskeið hefjast 4. september 2017 - kennt er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 6.20, 12.00 og 18.30

Fræðslufyrirlestrar samkvæmt stundaskrá.

 

Verð fyrir námskeiðið í heild er 23.900 kr. á mánuði í eitt ár. 

 

Verð fyrir Léttara líf, fyrsta fjögurra mánaða áfangann eingöngu er 28.900 kr.á mán (velji þátttakendur svo að klára árið greiða þeir 23.900 kr  á mánuði út árið).

 

Ætlar þú að taka næsta skref í átt að betri heilsu?

Skráning hafin - Hringdu núna í síma 560 1010 eða sendu tölvupóst á [email protected] Þú tryggir pláss með því að ganga frá greiðslusamningi.

LineBreak