Heilsurækt

Hugarlausnir

LineBreak
Hugarlausnir

Hentar þeim sem glíma við einkenni streitu, depurðar, kvíða og/eða þunglyndis. Nálgunin á námskeiðinu er þríþætt:


 

 

 

 

 

 

Hreyfingin er fyrirferðarmesti hluti námskeiðsins. Þátttakendur æfa í hópi þrisvar sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara eftir forskrift hreyfiseðils. Hreyfingin vinnur þannnig sem hluti af meðferð ofangreindra sjúkdóma.

 

Núvitund (mindfulness), er sérstaða námskeiðsins. Unnið er með núvitund undir leiðsögn sálfræðings. Núvitund snýst um það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma.

 

Fræðsla er skv. fræðsludagskrá Heilsuborgarskólans því lögð er áhersla á heildræna nálgun til betri heilsu. Sigrún Ása heldur fyrirlestur um streitu en auk þess er mælt með fyrirlestrum um holla næringu, sjálfsmynd og hugarfar og svefn og svefntruflanir.
 


Innihald námskeiðsins:

 

 • Þjálfun skv. forskrift hreyfiseðils í 8 vikur undir leiðsögn heilsufræðings.
  Æfingarnar eru þrisvar í viku: Mán., mið. og fös. hópur 1 kl. 13:00 og hópur 2 kl. 15:00
 • Viðtal við sálfræðing í fyrstu viku námskeiðs þar sem farið er yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund er kynnt.
 • Námskeið í núvitund undir handleiðslu sálfræðinga. Fjögur skipti í tvo tíma í senn á miðvikudögum frá kl. 14:00.
 • Hugleiðsludiskur með æfingum sem farið er í á námskeiðinu.
 • Fyrirlestur þar sem farið er yfir helstu streituvalda og hvað hægt sé að gera til að bregðast við þeim. Þátttakendur kortleggja streitueinkenni sín og streituvalda og gera að auki drög að plani um það sem því finnst að það þurfi að vinna með.
 • Mat á andlegri líðan og lífsgæðum með sjálfsmatslistum í upphafi og lok námskeiðs. 
 • Þeir sem ljúka námskeiðinu geta skráð sig á framhaldsnámskeið þar sem æft er þrisvar sinnum í viku kl. 14:00 (mán., mið. og fös.) ásamt vikulegum núvitundaræfingum á mánudögum klukkan 15:30.
 • Verð:  Hugarlausnir - grunnur kr. 69.500 (þ.e. 34.750 kr. pr. mánuð).   Hugarlausnir - framhald kr.  44.200 (þ.e. 22.100) kr. pr. mánuð)

 

Næstu námskeið hefjast 

Grunnnámskeið  kl. 13.00 (3. apríl)

Grunnnámskeið kl. 15.00  (27. febrúar)

Framhaldsnámskeið kl. 14.00  

  

 

 

Fagaðilar: Að námskeiðinu standa Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur, Elva Brá Aðalsteinsdóttir sálfræðingur, Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari og Guðni Valentínusson heilsufræðingur. 

 

Sjá ummæli um námskeiðið Hugarlausnir


 

Núvitund:
Núvitund er þýðing á enska orðinu „mindfulness“ og á rætur sínar annars vegar í hugrænni atferlismeðferð og hins vegar í aldagamalli hugleiðsluhefð Austurlanda. Núvitund snýst um það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Einsetja sér að beina athyglinni að því sem er að gerast á meðan það er að gerast án þess að taka afstöðu eða fella dóma.   Þátttakendur fara í upphafi námskeiðsins í 30 mínútna einstaklingsviðtal til sálfræðings þar sem hugtakið núvitund er kynnt fyrir þeim og farið er yfir stöðu einstaklingsins í dag.  Þátttakendur hittast svo vikulega í fjögur skipt, tveir tímar í senn,  þar sem farið er í hópþjálfun í núvitund.  Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar hugleiðslu æfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf.  Áherlsa er lögð á æfingar milli tíma. Meginmarkmið með núvitundarþjálfun: 

 

 • Að verða meðvitaðri um tilfinningar og hugsanir og því sem þú finnur fyrir í líkamanum.
 • Að taka meiri þátt í því sem þú upplifir og finnur fyrir.
 • Að vera í núinu, vakandi fyrir því sem er að gerast hér og nú.
 • Að bregðast við af yfirvegun.


Hreyfiseðlar:
Fjöldinn allur af rannsóknum hefur verið gerður sem sýna fram á jákvæð tengsl milli reglulegrar hreyfingar og líkamlegs heilbrigðis.  Regluleg hreyfing bætir ekki einungis úthald og styrk.  Sýnt hefur verið fram á að regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega líðan.  Í Svíþjóð er útgáfa hreyfiseðla orðin algeng.  Hreyfiseðill er ávísun á meðferð og virkar að mörgu leiti svipað og lyfseðill, þ.e. læknir viðkomandi ávísar ákveðinni tegund af hreyfing sem meðferð við ákveðnum kvillum.  Slíkt kerfi hefur verið við líði í Svíþjóð í nokkur ár enda þykir sannað að hreyfing sé mun áhrifaríkari en lyf í vissum tilvikum.  Regluleg hreyfing þykir sérlega áhrifarík meðferð gangnvart þunglyndi og streitu.  Í leiðbeiningum til sænskra lækna er útgáfa hreyfiseðils sett ofar á forgangslistann yfir meðferð en útgáfa lyfseðils á þunglyndislyf  gegn vægu eða miðlungs djúpu þunglyndi.  Á námskeiðinu Hugarlausnum er boðið upp á reglulega hreyfingu í hópi, undir leiðsögn þjálfara skv. forskrift hreyfiseðilsins fyrir þunglyndi og streitu.  

LineBreak