Heilsurækt

Orkulausnir

LineBreak
Orkulausnir

Hentar einstaklingum sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki, svefnvanda, andlega vanlíðan eða áþekk einkenni. Einnig þeim sem glíma við vefjagigt eða þeim sem vilja komast af stað í þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga.

 

Unnið er með hugsun, hegðun, hreyfingu og líðan. Námskeiðið miðar að því að innleiða jafnvægi í daglegt líf, vinna með streituþætti og lágmarka þá. Góð leið fyrir þá sem vilja vinna með sitt innra og ytra jafnvægi ásamt því að koma á reglulegri hreyfingu.

  

Innifalið á námskeiðinu er:

  • Þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara tvisvar í viku -  8 vikur
  • Þri. og fim. kl. 11:00
  • Framhaldshópur þri. og fim. kl. 14:00  
  • þjálfarar:  Kara Elvarsdóttir sjúkraþjálfari og Audrey Freyja sjúkraþjálfari
  • Leidd slökun í 20 mín í lok þjálfunartíma einu sinni í viku
  • Kennsla í réttri líkamsstöðu og líkamsbeitingu, þjálfun miðuð við getu hvers einstaklings
  • Einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara. Í viðtalinu er farið yfir sögu þátttakanda og þær áherslur sem eru í þjálfuninni og hvernig hver og einn þarf að virða mörk sín. Hugað er að almennu heilsufari og skoðað hvort einhverjar hindranir eru til að stunda hreyfingu. Þá er leitað leiða til að smíða hreyfinguna að/ framhjá þeim hindrunum. Þannig að hver og einn aðlagi hreyfinguna/æfingarnar að sinni getu.

 

 

Hefst 9.maí  2017

Verð kr. 39.900 fyrir 8 vikur

Framhaldsnámskeið kr. 32.900 fyrir 8 vikur

 

 

LineBreak