HAM, hugræn atferlismeðferð við kvíða og depurð, heilsuborg.is

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ (HAM) VIÐ KVÍÐA OG DEPURÐ

Námskeiðið er ætlað þeim sem finna fyrir kvíða eða depurð og vilja læra leiðir til að bæta líðan sína.


Meginmarkmið námskeiðsins er að auka skilning þátttakenda á eigin vanda og þjálfa í aðferðum HAM til að takast á við hann. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kvíða og depurð og farið yfir orsakir, áhrif á daglegt líf og hvað getur hjálpað við að rjúfa vítahring vanlíðunar. Tengsl hugsana, hegðunar og tilfinninga eru skoðuð. Jafnframt eru kenndar leiðir til að skoða og endurmeta hugsanamynstur og breyta hegðun sem viðheldur tilfinningavandanum.

Námskeiðið fer fram í hóp og byggist á fræðslu, umræðum og heimaæfingum. Áður en námskeiðið hefst fer hver þátttakandi í forviðtal (30 mínútur) hjá sálfræðingi. Í lok námskeiðs er lokaviðtal við sálfræðing til að meta árangur og leggja línur varðandi framhaldið.

Næsta námskeið, sem varir í 6 vikur, hefst 17. janúar.

Ummæli þátttakenda á námskeiðinu:
„Námskeiðið hefur hjálpað að skilja betur vanlíðan mína. Ég hefði líklega farið mun dýpra ef ekki væri fyrir þetta námskeið”.

„Umfjöllun um kvíða gaf mér nýja sýn. Gott að vita að einkenni mín eru eðlileg viðbrögð. Líkaminn er að vinna með mér en ekki á móti mér, ég þarf því að gera það sama og vinna með honum”.

„Það hjálpað mér að öðlast þekkingu á hvað það er sem ég geri sem viðheldur vanlíðan minni og hvernig ég fer að því að laga það”.

„Mjög gagnlegt að fara yfir vítahringi sem og að skilja að við mótumst af umhverfinu”.

„Aukin meðvitund um hugsanir og viðhorf sem eru kjarni eða grunnur neikvæðni minnar, þunglyndis og kvíða. Er nú kominn með tól til að eiga við hugsun, hegðun og líðan. Fínn grunnur fyrir áframhaldandi vinnu í sjálfum mér“.

„Hjálplegt að skilja að það er í góðu lagi að líða allskonar og að læra að ég er ekki frekja ef ég stend með sjálfri mér“.

Bryndís Einarsdóttir
sálfræðingur

Sigurlaug María Jónsdóttir
sálfræðingur

Snædís Eva Sigurðardóttir
sálfræðingur

STUNDASKRÁ


Fimmtudagar kl. 08:45-10:45

VERÐSKRÁ


6 vikur 72.000 kr
Verð á mánuði 36.000 kr

KAUPA HAM VIÐ KVÍÐA OG DEPURÐ

INNIFALIÐ

  • Forviðtal við sálfræðing í upphafi námskeiðs (30 mín.)
  • Lokaviðtal við sálfræðing (30 mín.)
  • Umræður í hópi undir handleiðslu sálfræðinga. Sex skipti í tvo tíma í senn
  • Fræðsla um HAM (hugræn atferlismeðferð)
  • Fræðsla um kvíða og þunglyndi
  • Fræðsla um viðhorf og lífsreglur
  • Fræðsla um samskipti
  • Fræðsluefni og verkefni
  • Þjálfun í verkfærum HAM
2018-12-07T13:24:20+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok