Sjálfsstyrkingarnámskeið, heilsuborg.is

JÁKVÆÐ SJÁLFSMYND

Þráir þú aukið sjálfsöryggi? Jákvæð sjálfsmynd er árangursríkt námskeið þar sem þátttakendur á fyrri námskeiðum hafa upplifað aukið sjálfsöryggi í lífi og starfi og í kjölfarið hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni minnkað.


Markmið námskeiðsins er að þróa samkennd í eigin garð (Self-compassion), upplifa tilfinningalegt jafnvægi og sátt. Með aukinni samkennd og núvitund (Mindfulness) í daglegu lífi öðlast þátttakendur sjálfsöryggi og jákvæðari sjálfsmynd.

Á námskeiðinu er byggt á nálgun samkenndarsálfræðinnar (Compassion Focused Therapy) og áhersla lögð á að styrkja sjálfsmynd hvers og eins.

Unnið er að því að þátttakendur læri að sýna sjálfum sér og öðrum samkennd þegar þeir takast á við erfiðleika og þjáningar. Með meiri skilningi á sjálfum sér og manneskjunni í heild öðlast þátttakendur aukna sátt og von. Áhugahvöt og drifkraftur eykst, sem gagnast sérstaklega vel þegar unnið er að því markmiði að lifa heilsusamlegu og hamingjuríku lífi. Jafnframt verður notast við núvitundaræfingar (mindfulness). Samkennd og núvitund hjálpa þátttakendum að auka þol gagnvart hvers kyns vanlíðan s.s lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi.

Tímar eru í formi fyrirlestra, hóp- og einstaklingsverkefna og umræðna, auk hugleiðsluæfinga og heimaverkefna.

Ath: Námskeiðið hét áður Sjálfstyrking og sjálfsöryggi.

Leiðbeinendur eru Anna Sigurðardóttir og Bryndís Einarsdóttir sálfræðingar í Heilsuborg.

Næsta námskeið hefst 2. september til 28. október (Ath. frí 7. okt. og námskeið nær því yfir 9 vikur)

Athugið að áður en námskeiðið hefst fer sérhver þátttakandi í 30 mínútna forviðtal þar sem metið er hvort það henti viðkomandi eða hvort önnur námskeið eða þjónusta Heilsuborgar eigi betur við.

Anna Sigurðardóttir
sálfræðingur

Bryndís Einarsdóttir
sálfræðingur

STUNDASKRÁ


Námskeið 1. Haustönn
02.09.19-28.10.19.
Mánudagar kl. 10:00-12:00

Námskeið 2. Haustönn
23.10.19-11.12.19
Miðvikudagar kl. 11:00-13:00

VERÐSKRÁ


Heildarverð 80.600 kr

KAUPA JÁKVÆÐA SJÁLFSMYND

INNIFALIÐ

  • Einstaklingsviðtal (30 mínútur) við sálfræðing í upphafi námskeiðs
  • Vinna í hóp undir handleiðslu sálfræðinga. Átta skipti í tvo tíma í senn á mánudögum (kl 10-12)
  • Hugleiðsluæfingar sem byggja á hugmyndafræði núvitundar og samkenndar
  • Fræðsla um þróun sjálfsmyndar
  • Fræðsla um tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar
  • Þjálfun samkenndar og sáttar í eigin garð
  • Unnið að mótun lífsgilda
  • Unnið með ákveðni og sjálfsöryggi í samskiptum

UMMÆLI ÞÁTTTAKENDA

“Námskeiðið er eins og björgunarhringur fyrir þann sem hefur fallið útbyrðis í þeim ólgusjó sem lífið getur verið. Það er svo undir manni sjálfum komið hvort maður nýtir hringinn til að koma sér í land. En maður fær sannarlega hvatningu og verkfæri til þess á þessu námskeiði og allt er þetta framreitt með kærleika, samkennd og mildi.”

“Þetta námskeið hjálpaði mér mjög mikið að sjá sjálfan mig í allt öðru og nýju ljósi. Ég hef mun betra sjálfsöryggi og líður mun betur en áður.”

“Þetta námskeið hefur hjálpað mér mjög mikið. Það hefur gefið mér gott veganesti fyrir lífið. Hugleiðsla og núvitundaræfingar eru klárlega eitthvað sem verður mikill partur af mér. Það gefur manni líka mikið að vinna í hóp og heyra hvað við allar hugsuðum svipað.”