jóga námskeið, Heilsuborg

JÓGA

Komdu í jóga og losaðu þig við streituna. Kenndar eru grunnstöður í jóga, styrktarstöður og teygjur, með ríka áherslu á öndun og líkamsvitund.

Með því að vekja líkamsvitundina öðlast þátttakendur betri líkamsstöðu, aukinn styrk og úthald og síðast en ekki síst betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Hver tími inniheldur góða slökun.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er.

Við mælum með því að þú skráir þig í reglubundna áskrift til að eiga öruggt pláss á námskeiðinu. Binditími er aðeins tveir mánuðir, eftir það er hægt að ljúka áskrift með eins mánaðar fyrirvara. Á hverju 12 mánaða tímabili er hægt að gera hlé í einn samfelldan mánuð.

Fyrirvari er gerður um lágmarksskráningu. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur námskeið niður eða frestast.

Jóganámskeiðið hjá Guðrúnu er það flottasta sem ég nokkurn tíma farið í. Þetta er beinlínis dásamlegt námskeið.
Bergljót Björk Brand

Ég er algerlega endurnærð eftir jógatímana og ekki spillir að geta nýtt sér tækjasalinn fyrir tímana. Þetta er fjórði veturinn hjá mér í jóga í Heilsuborg og ég mæli hiklaust með því við hvern sem er.
Halldóra Jónsdóttir

Andrúmsloftið er afslappandi og afstressandi, æfingarnar fjölbreyttar. Eftir hvern tíma er ég endurnærð og þakklát fyrir að hafa mætt og hlakka til næsta tíma.
Anna Lísa Guðmundsdóttir

„Jóga er ekkert fyrir mig”, sagði ég með reigðan makka fyrir ári síðan. „Það er nóg að iðka skokk og göngur, já og svo er ég hræðilega stirð og ætla ekki að verða aðhlátursefni annarra”. En eftir prufutíma breyttist þetta viðhorf mitt snarlega, eftir annan tímann varð ekki aftur snúið og nú er jóga blessunarlega komið til langdvalar í líf mitt!
Stirðbusinn ég hef liðkast alveg ótrúlega, enginn hlær að mér og þó svo væri kærði ég mig kollótta. Æfingarnar eru fjölbreyttar og taka virkilega á og Guðrún er alveg einstakur kennari – og ég er ekki ein um þá skoðun. Hún leiðir okkur róleg og yfirveguð gegnum æfingarnar og tekst á aðdáunarverðan hátt að láta okkur loka á allt utan dyra.
Hallfríður Ingimundardóttir

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
jógakennari

STUNDASKRÁ


Þriðjudaga kl. 12:05-13:00
Fimmtudaga kl. 12:05-13:00

VERÐSKRÁ


Heildarverð 33.800 kr

Heildarverð pr. mán. 16.900 kr

Áskriftarverð pr. mán. 16.900 kr

Lágmarks binditími í áskrift eru 2 mánuðir. Að binditíma loknum er uppsagnarfrestur 1 mánuður.

KAUPA JÓGANÁMSKEIÐ

INNIFALIÐ

  • Kennd er rétt líkamsbeiting við æfingar
  • Æfingar og slökun
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal Heilsuborgar