Kári Árnason, sjúkraþjálfari, MSc Performing Arts Medicine og sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun

Kári Árnason, sjúkraþjálfari, heilsuborg.is

Kári útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2013. Hann lauk meistaraprófi í Performing Arts Medicine frá University College London árið 2016 þar sem hann sérhæfði sig í meðhöndlun tónlistarmanna og dansara. Kári hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu í bæklunarsjúkraþjálfun árið 2019.

Helstu áhugasvið Kára eru íþróttasjúkraþjálfun, endurhæfing eftir bæklunaraðgerðir og meðhöndlun tónlistarmanna og dansara. Auk þess hefur hann mikinn áhuga á meðhöndlun vandamála í hálsi og efri útlimum og þá sérstaklega axlarvandamála hvort sem þau tengjast íþróttum, líkamsrækt eða daglegum athöfnum.

Kári starfaði áður á Gáska sjúkraþjálfun og á Landspítalanum í Fossvogi. Frá 2013-15 starfaði hann á bæklunar- og heila og taugaskurðdeild Landspítalans og frá 2016-18 á göngudeild sjúkraþjálfunar. Frá 2017-18 var Kári einingastjóri á göngudeild sjúkraþjálfunar á Landspítalanum. Hann er einnig stundakennari við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og stundakennari við tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem hann kennir námskeiðið “Líkami, list og heilsa”. Kári hefur starfað með mörgum íþróttaliðum og er sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram í handbolta.

Kári hefur flutt ýmis fræðslu og ráðstefnuerindi hérlendis sem og erlendis um heilsutengd málefni tónlistarmanna. Hann hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ferðast með þeim á tónleikaferðalagi erlendis. Kári hefur gert rannsóknir á heilsufarslegum málefnum tónlistarmanna og skrifað greinar sem hafa verið birtar í innlendum og erlendum ritrýndum fagtímaritum.

Netfang: kari@heilsuborg.is

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top