Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir

Kúrar og átök til skemmri tíma eru dæmd til að mistakast.

Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir Heilsuborgar var í viðtali við Fréttablaðið í tengslum við reynslusögu feðganna Halldórs Júlíussonar og Hauks Halldórssonar. Þeir feðgar hafa náð sérlega góðum árangri í Heilsulausnum og hlakka til hvers dags í Heilsuborg.
Smelltu þér á viðtalið hér: https://www.frettabladid.is/lifid/hlakka-til-hvers-dags-i-heilsuborg


Hvernig er hægt að léttast og halda árangrinum?
Kúrar eru ekki líklegir til að halda kílóunum í burtu,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir Heilsuborgar.
Hún segir fjölda Íslendinga hafa prófað alls kyns kúra í viðleitni sinni til að léttast.
„Þegar kemur að langtíma árangri er í raun enginn munur á öllum þessum kúrum, hvaða nafni sem þeir nefnast. Staðreyndin er sú að það er ekki sérstaklega mikið mál að taka sér tak í einhvern tíma. Fólk getur náð prýðilegum árangri, en aðeins í þann tíma sem fólk nennir að fylgja kúrum.“

Megrun og sjálfsásökun
Erla Gerður segir marga hafa prófað hina ýmsu kúra með misgóðum árangri en svo fari allt í sama farið og kílóin verði jafnvel enn fleiri en áður.
„Þess vegna finnst fólki það þurfa að byrja upp á nýtt, aftur og aftur. Flestir upplifa að þetta sé þeim sjálfum að kenna, að þeir hefðu átt að vera staðfastari og að þeir hafi klúðrað málum. Afleiðingin er streita og skömm yfir því að hafa ekki staðið sig,“ segir Erla Gerður.
Reyndin sé sú að kúrar og átök til skemmri tíma séu dæmd til að mistakast.

„Það er vegna þess að auðvitað getur enginn verið á einhverjum kúr til æviloka. Sú leið sem hægt er að halda áfram með í daglega lífinu er það sem skiptir máli til lengri tíma litið. Þess vegna þurfum við að æfa okkur í þeim lífsstíl sem við ætlum að verða góð í. Kúrarnir geta jafnvel orðið skaðlegir á þann hátt að líkamsstarfsemin breytist, til dæmis að vöðvar brotni niður og hægist á brennslunni,“ segir Erla Gerður.

Árangur sem endist
Á námskeiðinu Heilsulausnum eru engar töfraformúlur.
„Þar kennum við margprófaðar leiðir til að léttast og styrkjast og láta árangurinn endast út í lífið,“ segir Erla Gerður.

Heilsulausnir eru vinsælasta námskeið Heilsuborgar og hafa nú þegar 4.000 manns nýtt sér það með góðum árangri.

„Í Heilsulausnum er unnið með marga þætti í einu undir handleiðslu fagfólks. Námskeiðið er ýmist 6 eða 12 mánuðir og ástæðan sú að fólk þarf að fá tíma til að finna út hvað hentar því sjálfu og festa síðan breytingarnar í sessi í hinu daglega lífi. Þátttakendur eru ólíkir og á ólíkum stað í lífinu, en í Heilsulausnum er tekið á móti þeim með virðingu og skilningi og aðstoð veitt til að hver og einn finni sinn takt.“

Sjáðu hvað er innifalið í Heilsulausnum:
Þjálfun í hóp undir leiðsögn íþróttafræðings þrisvar í viku.
20 mínútna upphafsviðtal hjá hjúkrunarfræðingi.
20 mínútna upphafsviðtal hjá íþróttafræðingi.
Reglulegar mælingar á líkamssamsetningu.
Einstaklingsbundnar ráðleggingar hjúkrunarfræðings.
Fjölbreytt fræðsla og umræður á tveggja vikna fresti.
Fræðsla um þyngdarstjórnun og næringu.
Skoðun áhættuþátta heilsunnar og ráðleggingar.
Heilræði um matseld, uppskriftir og smakk.
Hvatning og hugmyndir um hentuga hreyfingu í dagsins önn.
Opnir mælingatímar og reglulegir símatímar hjá hjúkrunarfræðingi.
Myndbönd og pistlar.
Stuðningur í lokuðum hópum á Facebook.
Sidekick-heilsuforritið, kennsla og stuðningur.
Aðgangur að líkamsræktinni, opnum tímum og opnum fyrirlestrum Heilsuborgar.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top