60+, heilsuborg

LEIKFIMI 60+

Vilt þú bæta heilsuna og ná betra jafnvægi? Vilt þú auka styrk, hreyfigetu og úthald við dagleg störf?

Ef þú ert 60 ára eða eldri, vilt gera einfaldar æfingar og fá aðhald og stuðning þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Rannsóknir hafa sýnt að styrktarþjálfun er sérstaklega góð leið til að viðhalda eða bæta vöðvastyrk og beinþéttni.

Hvert námskeið er 4 vikur. Athugið að fleiri en eitt námskeið er í boði – veldu tímann sem hentar þér!

Næstu námskeið hefjast 7. janúar (mán. og mið. kl.11:00) og 8. janúar (þri. og fim. kl. 10:00, 14:00 og 16:30).

Hægt er að koma inn í Leikfimi 60+ hvenær sem er, að því gefnu að ekki sé uppselt. Hafðu samband við móttöku til að kanna málið.

Leikfimi 60+ sem kennd er fyrir hádegi á mánudögum og miðvikudögum er kennd í tveimur sölum samtímis. Það er gert til að hægt sé að velja á milli tveggja erfiðleikastiga svo allir fái þjálfun og æfingar við hæfi.

Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

Elva Björk Sveinsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

Guðni Heiðar Valentínusson
íþrótta- og heilsufræðingur

Guðrún Erla Þorvarðardóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

Sara Katrín Kristjánsdóttir
íþrótta og heilsufræðingur

STUNDASKRÁ


Elva Björk og Dísa
Mánudaga kl. 11:00-11:55
Miðvikudaga kl. 11:00-11:55

Guðni Heiðar og Dísa
Þriðjudaga kl. 10:00-10:55
Fimmtudaga kl. 10:00-10:55

Guðlaug og Sara
Þriðjudaga kl. 14:00-14:55
Fimmtudaga kl. 14:00-14:55

Guðrún Erla
Þriðjudaga kl. 16:30-17:25
Fimmtudaga kl. 16:30-17:25

VERÐSKRÁ


4 vikur, 2 x í viku 11.710 kr

Áskriftarverð á mán. 10.040 kr

Lágmarks binditími í áskrift er 4 mánuðir. Að binditíma loknum er uppsagnarfrestur 1 mánuður.

KAUPA LEIKFIMI 60+

INNIFALIÐ

  • Þjálfun tvisvar í viku
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
  • Opinn tími á föstudögum kl. 11:00 fyrir Heilsuborgara, 60 ára og eldri
2018-12-05T16:53:53+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok