Magnús F. Ólafsson, sálfræðingur

Magnús F. Ólafsson, sálfræðingur

Magnús sinnir meðferð fyrir börn og unglinga og ráðgjöf til foreldra/forráðamanna þeirra. Magnús hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum með hegðunarvanda, s.s. ADHD, mótþróaröskun, hegðunarröskun, sem og tilfinningavanda, s.s. kvíða, depurð, almenna vanlíðan og vanvirkni.  Magnús leggur áherslu á að sníða meðferð að vanda og þroska hvers einstaklings og jafnframt að veita foreldrum ráðgjöf og uppeldisleg verkfæri til að skilja og aðstoða barnið sitt eða unglinginn/ungmennið.

Magnús lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann útskrifaðist úr cand.psych námi frá Háskóla Íslands og fékk starfsleyfi sem sálfræðingur árið 2006.

Magnús hóf þá störf á Þroska- og hegðunarstöð.

Frá 2010 til 2017 var Magnús MST þerapisti og síðar teymisstjóri í MST – Fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) á vegum Barnaverndarstofu.

Magnús starfar einnig sem sálfræðingur á heilsugæslunni Sólvangi.

Magnús hefur víðtæka reynsla af meðferðarstörfum með börnum og unglingum, m.a. í skólum, tómstundstarfi, á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) o.fl. Magnús hefur einnig haldið ýmis námskeið og erindi m.a. um meðferð hegðunarvanda, uppeldi barna, börn með ADHD og samskipti við unglinga.

Tímapantanir sendist á netfangið magnus@heilsuborg.is eða í síma 5601010

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top