æfing með leiðbeinanda, markviss hreyfing, heilsuborg

MARKVISS HREYFING

Viltu æfa sjálfstætt en fá aðhald, eftirfylgni og ráðgjöf frá íþróttafræðingi? Viltu sjá svart á hvítu hvernig þér miðar áfram?


Hér er þriggja mánaða námskeið sem veitir þeim stuðning sem vilja æfa á eigin vegum. Þú hittir þinn íþróttafræðing reglulega (15 mínútur vikulega) á þeim tíma sem þið ákveðið og farið yfir hvernig gengur. Í upphafi er hálftíma viðtal þar sem íþróttafræðingurinn skilgreinir þjálfunaráætlun sem hentar þér. Í annað skiptið er klukkutíma viðtal þar sem hann kennir allar æfingarnar og aðstoðar við markmiðasetningu.

Í upphafi er viðtal og mæling á líkamssamsetningu hjá hjúkrunarfræðingi og svo aftur í lok þjálfunartímabils, eftir 3 mánuði.

Tímapöntunum eða afbókun einstakra tíma skal beina til móttöku Heilsuborgar.

VERÐSKRÁ


12 vikur 62.390 kr
Verð á mánuði 20.800 kr

KAUPA MARKVISSA HREYFINGU

INNIFALIÐ

  • Einstaklingsmiðuð þjálfunaráætlun sett upp og kennd í upphafi (fyrsti tími 30 mín., annar tími 60 mín.)
  • 12 vikur – þriggja mánaða kort í Heilsuborg.
  • 15 mín. viðtal við þjálfara í hverri viku (vigtun, mæting yfirfarin og markmið skoðuð)
  • Viðtal og mæling á líkamssamsetningu, 30 mín. hjá hjúkrunarfræðingi í UPPHAFI
  • Viðtal og mæling á líkamssamsetningu, 30 mín. hjá hjúkrunarfræðingi eftir 12 vikur
  • Fullur aðgangur að opnum tímum og tækjasal ásamt opnum fræðslufyrirlestrum
2018-12-04T18:42:17+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok