Morgunþrek, Heilsuborg

MORGUNÞREK

Morgunþrek eru skemmtilegir púltímar fyrir konur og karla sem eru vön leikfimi. Fjölbreyttar æfingar, bæði í sal og tækjasal.


Í morgunþreki eru æfingarnar miserfiðar, svo allir æfi á réttu álagi miðað við getu. Hægt er að velja námskeið þar sem kennt er tvisvar eða þrisvar í viku.

Morgunþrek kl. 7:30 og 9:00 eru námskeið þar sem kennt er þrisvar í viku.

Morgunþrek kl. 06:20 er  tvisvar í viku. Það er sérstaklega hugsað fyrir hraust fólk sem vill gera áhrifamiklar æfingar, þjálfa styrk og liðka sig. Hægar og kröftugar kviðæfingar og dekur fyrir háls og herðar. Þeir sem mæta snemma og æfa fyrir vinnu geta átt eftirmiðdagana í annað!

Næstu námskeið hefjast 8. ágúst.

Hægt er að koma inn á byrjað námskeið að því gefnu að ekki sé uppselt. Hafðu samband við móttöku og kannaðu málið.

Auður Hlín Rúnarsdóttir
íþróttafræðingur

Elva Björk Sveinsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur

STUNDASKRÁ


Auður Hlín
Mánudaga kl. 7:30 – 8:25
Miðvikudaga kl. 7:30 – 8:25
Föstudaga kl. 7:30 – 8:25

Elva Björk
Mánudaga kl. 9:00 – 9:55
Miðvikudaga kl. 9:00- 9:55
Föstudaga kl. 9:00- 9:55

VERÐSKRÁ


8 vikur 2x í viku 33.030 kr
Verð á mánuði 16.520 kr

8 vikur 3x í viku 37.420 kr
Verð á mánuði 18.710 kr

Áskriftarverð á mán. 2x í viku 14.430 kr
Áskriftarverð á mán. 3x í viku 16.520 kr

Lágmarks binditími í áskrift er 4 mánuðir. Að binditíma loknum er uppsagnarfrestur 1 mánuður.

KAUPA MORGUNÞREK

INNIFALIÐ

  • Þjálfun tvisvar/þrisvar í viku
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
2018-06-25T16:58:03+00:00