Núvitund, mindfullness, Heilsuborg

NÚVITUND

Viltu læra að hafa jákvæð áhrif á líðan þína?

Námskeiðið um núvitund hentar þeim sem glíma við einkenni streitu, depurðar, kvíða og/eða þunglyndis. Á þessu vinsæla námskeiði er þátttakendum kennt að vera vakandi fyrir því sem gerist hér og nú, vera meðvitaðir um eigin tilfinningar og hvernig þær geta haft áhrif á það sem gerist í líkamanum. Þannig læra þátttakendur að bregðast við aðstæðum af yfirvegun og njóta lífsins betur.

Unnið er undir leiðsögn sálfræðings. Á námskeiðinu er farið yfir hugmyndafræðina á bak við núvitund og kenndar einfaldar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma.

Núvitund er fjögurra vikna námskeið. Það hefst með einstaklingsviðtali við sálfræðing og síðan fer þjálfunin fram í hóp, þar sem lögð er áhersla á hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf, svo þátttakendur nái sem bestum tökum á viðfangsefninu.

Núvitund er þýðing á enska orðinu „mindfulness“ og á rætur sínar annars vegar í hugrænni atferlismeðferð og hins vegar í aldagamalli hugleiðsluhefð Austurlanda. Núvitund snýst um það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Einsetja sér að beina athyglinni að því sem er að gerast á meðan það er að gerast án þess að taka afstöðu eða fella dóma.

Það er margsannað að regluleg hreyfing getur hjálpað þeim sem eru að glíma við þunglyndi, kvíða eða streitu verulega.  Heilsuborg mælir með að allir þátttakendur á námskeiðinu stundi reglulega líkamsrækt samhliða námskeiðinu.  Hægt er að bóka sig hjá íþróttafræðingi með sérþekkingu á uppsetningu æfinga skv. hugmyndafræði hreyfiseðils fyrir þunglyndi, streitu og kvíða og fá hann til að setja upp æfingaáætlun.  Einnig eru ýmsir möguleikar í boði fyrir þá sem vilja æfa í hóp.

Uppselt er námskeiðið 23. janúar. Næsta námskeið verður auglýst fljótlega. 

Þú gætir haft áhuga fyrir námskeiðinu Hugarlausnir. Smelltu á hlekkinn og kannaðu það nánar.

Elva Brá Aðalsteinsdóttir
sálfræðingur

STUNDASKRÁ


Miðvikudagar kl. 14:00 – 16:00

VERÐSKRÁ


4 vikur 36.240 kr

KAUPA NÚVITUND

INNIFALIÐ

  • Einstaklingsviðtal (30 mínútur) við sálfræðing í upphafi námskeiðs þar sem farið er yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund kynnt
  • Vinna í hóp undir handleiðslu sálfræðinga. Fjögur skipti í tvo tíma í senn á miðvikudögum (fjóra miðvikudaga í röð)
  • Aðgangur á netinu að hugleiðslu með æfingum sem farið er í á námskeiðinu
  • Fyrirlestur þar sem farið er yfir helstu streituvalda og hvað hægt sé að gera til að bregðast við þeim. Þátttakendur kortleggja streitueinkenni sín og streituvalda og gera að auki drög að áætlun um þau atriði sem þeir telja mikilvægt að vinna með
2018-12-10T11:38:14+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok