Oddrún Helga Símonardóttir, heilsumamman

Oddrún Helga Símonardóttir heilsumamma og ástríðukokkur

Oddrún hefur um árabil haldið matreiðslunámskeið undir nafninu Heilsumamman.

Námskeiðin hafa verið afar vinsæl meðal almennings og einnig sem hópefli hjá fyrirtækjum. Hún hefur haldið námskeiðin um allt land.

Heilsumamman leggur mikið upp úr því að uppskriftirnar séu einfaldar og henti vel í hversdagsleikanum þegar nóg er að gera. Hún leggur einnig áherslu á að maturinn sé barnvænn. Sjálf á hún þrjú börn á aldrinum  8-12 ára og veit hversu mikilvægt er að koma góðri næringu ofan í börnin þrátt fyrir að þau séu ekki alltaf móttækileg fyrir því.

Áhugi á mætti holls mataræðis og matseld kviknaði eftir að barn Oddrúnar veiktist og var síðar greint með margvíslegt fæðuóþol. Hún lærði Heildræna heilsumarkþjálfun í IIN –  Institute for Intergrative Nutrition í fjarnámi frá Bandaríkjunum og útskrifaðist vorið  2013.

Heilsumamman byrjaði með matreiðslunámskeiðin í eldhúsinu heima hjá sér, færði sig yfir í Lifandi markað, síðan Spíruna og hefur nú fært alla sína starfsemi til Heilsuborgar.

Netfang: heilsumamman@heilsuborg.is

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top