rétt líkamsbeiting og jafnvægi í stoðkerfinu. Heilsuborg.is

ORKULAUSNIR

Þarfnast þú aukinnar orku eða betri svefns?


Orkulausnir henta einstaklingum sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki, svefnvanda, andlega vanlíðan eða áþekk einkenni. Einnig þeim sem glíma við vefjagigt eða þeim sem vilja komast af stað í þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga.

Unnið er með hugsun, hegðun, hreyfingu og líðan. Námskeiðið miðar að því að innleiða jafnvægi í daglegt líf, vinna með streituþætti og lágmarka þá. Orkulausnir eru góð leið fyrir þá sem vilja vinna með sitt innra og ytra jafnvægi ásamt því að koma á reglulegri hreyfingu.

Í upphafi fara þátttakendur í einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara. Þar er farið yfir sögu hvers og eins, áherslur í þjálfuninni og hvernig nauðsynlegt er að virða eigin mörk. Hugað er að almennu heilsufari og skoðað hvort einhverjar hindranir hamli því að hægt sé að stunda hreyfingu. Sjúkraþjálfarinn leiðbeinir um hreyfingu sem tekur mið af getu og ástandi hvers þátttakanda.

Námskeiðið er 8 vikur og kennt er tvisvar í viku. Hægt er að skrá sig á framhaldsnámskeið að þeim loknum.

Næstu námskeið í Orkulausnum (grunn- og framhaldsnámskeið) hefjast 2. júlí. 

Ath: Þessi námskeið eru kennd á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11.00 (haust ´19) og einnig kl. 15:00 (2. júlí). 

Aðalbjörg, orkulausnir, heilsuborg.is

Það skiptir miklu að leiðsögnin sé góð

Ég hafði verið að kljást við orkuleysi og í samráði við sjúkraþjálfarann minn byrjaði ég í Orkulausnum í sumar. Ég var mjög ánægð með námskeiðið.

I Orkulausnum eru gerðar góðar æfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara – þannig nær maður að byggja sig upp. Námskeiðið er einstaklingsmiðað; þegar æfing hentaði ekki einhverjum var kennarinn duglegur að finna leiðir til að gera hana á annan hátt sem hentaði betur. Eftir hvern tíma leið mér vel, ég fann ég hvað þetta hafði gert mér gott án þess að ég væri útkeyrð.

Nú er ég tilbúin að taka næstu skref í að byggja mig upp eftir að hafa lent í kulnun í starfi. Ég er sjúkraþjálfari sjálf og veit þess vegna hve miklu skiptir að leiðsögnin sé góð. Ég var búin að leita fyrir mér og fannst erfitt að finna hreyfingu sem passaði mér.

Heilsuborg er góður staður til að koma sér af stað og ég mæli hiklaust með Orkulausnum.

Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari

Audrey Freyja Clarke
sjúkraþjálfari

Steinunn Þórðardóttir
sjúkraþjálfari

STUNDASKRÁ


Grunnnámskeið.
Audrey Freyja og Steinunn Þórðardóttir
Þriðjudaga kl. 11:00 – 11:55
Fimmtudaga kl. 11:00 – 11:55
Þriðjudaga kl. 15:00 – 15:55
Fimmtudaga kl. 15:00 – 15:55

Framhaldsnámskeið.
Audrey Freyja
Þriðjudaga kl. 15:00 – 15:55
Fimmtudaga kl. 15:00 – 15:55

VERÐSKRÁ


Grunnnámskeið
Heildarverð 41.500 kr
Heildarverð pr. mánuð 20.750 kr

Framhaldsnámskeið
Heildarverð 34.300 kr
Heildarverð pr. mánuð 17.150 kr

KAUPA ORKULAUSNIR

INNIFALIÐ

  • Þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara í 8 vikur, tvisvar í viku
  • Kennsla í réttri líkamsstöðu og líkamsbeitingu
  • Einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara
  • Leidd slökun í 20 mín í lok þjálfunartíma einu sinni í viku
  • Fræðslufundir um efni sem nýtist þátttakendum
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg