Aníta Sif, næringafræðingur

Rannveig Björnsdóttir, næringarfræðingur

Rannveig Björnsdóttir er næringarfræðingur og heilsunuddari.

Áhugi hennar á heilsu og náttúrulækningum hefur ávallt verið mikill. Eftir að útskrifast sem heilsunuddari úr Nuddskóla Íslands árið 1998, hefur hún setið fjöldamörg námskeið um óhefðbundnar leiðir til að bæta heilsu og meðal annars lært náttúru- og grasalækningar á Englandi á árunum 2003-04.

En eftir að sonur hennar fæddist árið 2004 með alvarlegt ofnæmi, m.a. fjölþætt fæðuofnæmi og hún sjálf greindist með krabbamein árið eftir, komst hún að þeirri niðurstöðu að stundum er þörf á að styðjast við aðrar hefðbundnari meðferðarleiðir. Það varð til þess að hún ákvað að dýpka þekkingu sína, sem eingöngu var byggð á óhefðbundum aðferðum, og hefja nám við Háskóla Íslands. Haustið 2007 byrjaði hún í sálfræði en skipti ári síðar yfir í næringarfræði.

Vorið 2013 útskrifaðist Rannveig med M.Sc. í næringarfræði og lauk einnig námi hjá Endurmenntun háskólans í hugrænni atferlismeðferð (HAM), þar sem kviknaði mikill áhugi að nota áhugahvetjandi samtalstækni sem hún telur vera eitt af lykilatriðunum við að hjálpa fólki að gera breytingar á lífi sínu.

Hún hóf störf hjá Landspítalanum sumarið 2014 sem næringarfræðingur á krabbameinsdeild, þar sem hún veitir næringarráðgjöf og heldur fræðslufyrirlestra. Hún starfar í ýmsum teymum s.s. endurhæfingarteymi krabbameinssjúklinga, vannæringarteymi og barnaofnæmisteymi. Hún hefur unnið við rannsóknir af ýmsu tagi tengdum næringu.

Einnig hefur hún starfað hjá Ljósinu frá 2007, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, fyrst sem heilsunuddari en nú sem næringarfræðingur. Þar býður hún upp á næringarráðgjöf og fyrirlestra/námskeið.

Sérstaða hennar er því sú mikla þekking á náttúrulækningum ásamt því að hafa lokið háskólamenntun í næringarfræði og ekki síst sú dýrmæta reynsla sem hún hefur öðlast úr skóla lífsins. Hún leitast við að finna jafnvægi milli þessara ólíku leiða.

Rannveig er í leyfi til 15. október 2019