Sérfræðiþjónusta2018-11-12T15:46:27+00:00

Pantaðu tíma hjá sérfræðingi

Ráðgjöf og meðferð hjá næringarfræðingi

Næringarfræðingar Heilsuborgar veita sérhæfða næringarráðgjöf ef um sjúkdóma er að ræða, meltingarvandamál eða vanda sem tengist næringu og lífsháttum, t.d. óþol eða ofnæmi. Ráðgjöfin fer fram í viðtölum (50 mín.). Mataræði er metið og fundið út hvar æskilegt sé að gera breytingar. Áhersla er lögð á að fólk njóti fjölbreyttrar fæðu og að sett séu skýr og raunhæf markmið sem miða að heilbrigðum lífsstíl. Öll ráðgjöfin er byggð er á gagnreyndri þekkingu.
Tímapantanir í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

SÉRFRÆÐINGAR HEILSUBORGAR

Heilsuborg hefur sérstöðu innan heilsugeirans. Hér taka saman höndum ólíkir sérfræðingar eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og sjúkraþjálfarar, auk sérfræðinga á öðrum sviðum. Þannig verður þjónustan heilstæð og samfelld. Við leggjum áherslu á árangur sem endist og fagleg vinnubrögð.

Til að bóka tíma hjá sérfræðingum Heilsuborgar er hægt að hafa samband í síma 560 1010 eða senda póst á mottaka@heilsuborg.is

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok