Fræðsla eftir aðgerð

35.500kr

Hefur þú farið í aðgerð vegna offitu? Þá veistu líklega að sjálf aðgerðin er aðeins eitt skref á langri leið til að ná góðri heilsu á ný. Hér er námskeið fyrir þá sem hafa farið í magahjáveitu eða magaermi.

Eftir aðgerð er mikilvægt að vinna vel, læra á nýjan líkama og takast á við ný hlutverk sem taka við eftir aðgerðina og ná þannig besta mögulega árangri og lífsgæðum.

Hópurinn hittist vikulega í 6 skipti í Heilsuborg. Auk fræðslufundanna hafa þátttakendur aðgang að lokuðum hópi á facebook til að skiptast á skoðunum og miðla reynslu.

Flokkur: Merkimiðar: , ,

Lýsing

Hefur þú farið í aðgerð vegna offitu? Þá veistu líklega að sjálf aðgerðin er aðeins eitt skref á langri leið til að ná góðri heilsu á ný. Hér er námskeið fyrir þá sem hafa farið í magahjáveitu eða magaermi.

Eftir aðgerð er mikilvægt að vinna vel, læra á nýjan líkama og takast á við ný hlutverk sem taka við eftir aðgerðina og ná þannig besta mögulega árangri og lífsgæðum. Á námskeiðinu skoðum við hvernig mataræði hentar best, hvernig líðan og hlutverk okkar geta breyst og hvaða gildrur geta leynst fyrir líkama og sál eftir aðgerð.

Hópurinn hittist vikulega í 6 skipti á miðvikudögum kl. 16:30 – 18:oo í Heilsuborg. Auk fræðslufundanna hafa þátttakendur aðgang að lokuðum hópi á facebook til að skiptast á skoðunum og miðla reynslu.

Leiðbeinendur eru Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur og Sigurlaug María Jónsdóttir sálfræðingur. Síðast en ekki síst munu Anna Lilja Sigurðardóttir og Bjargey Ingólfsdóttir miðla sinni reynslu af því að breyta um lífsstíl en þær fóru meðal annars í aðgerðina magaermi sem hjálpaði þeim að ná betri tökum á ofþyngdinni og öðlast þannig betri heilsu.

Hvatt er til reglulegrar hreyfingar og býðst þátttakendum frír aðgangur að líkamsræktinni í eina viku til að kynnast Heilsuborg.

Frekari upplýsingar

Verð og greiðslur

Heildarverð 8 vikur, Mánaðargreiðslur pr. mánuð

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok