Lýsing
Gefðu þeim sem þú elskar góða heilsu
Njóttu þess að kaupa tækifærisgjafir á einfaldan, fljótlegan og öruggan hátt.
Við bjóðum tvenns konar gjafabréf: Annars vegar inneign hjá Heilsuborg þar sem þú velur fjárhæðina, hins vegar getur þú keypt tiltekið námskeið.
A) Gjafabréf þar sem þú velur upphæðina sem þú vilt gefa
Þú getur á einfaldan hátt fyllt út upplýsingar um viðtakanda og þig (gefandann) og tryggt sendingu á fallegu gjafabréfi af hvaða tilefni sem er.
Þú getur líka gert gjafakortið enn persónulegra:
- Veldu skilaboðin: Settu inn persónuleg skilaboð, hvort sem er kveðja, áskorun eða annað sem þér finnst við hæfi.
- Veldu myndina: Þú getur sett inn aðra mynd (í stað þeirrar sjálfgefnu) til að gera það enn persónulegra.
- Veldu afhendingarmáta: Þú getur látið senda viðtakanda gjafabréfið í tölvupósti og getur meira að segja valið hvaða dag það er afhent. Þannig sparar þú allan pappír og lætur tæknina sjá um málið.
Veldu fjárhæðina
Veldu þá fjárhæð sem þú vilt gefa. Viðtakandi nýtir hana þegar honum hentar í þá þjónustu Heilsuborgar sem honum sýnist.
Gjafabréfið gildir sem peningagreiðsla (inneign) sem hægt er að nýta til greiðslu á allri þjónustu Heilsuborgar, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Gjafabréf sem keypt eru á netinu gilda í eitt ár frá útgáfudegi. Viðtakandinn getur nýtt gjafabréfið hér í netverslun Heilsuborgar með því að nota lykilinn á bréfinu, sem er persónulegur og einnota, í greiðsluferlinu. Eða viðtakandinn getur komið og verslað fyrir inneignina í móttöku Heilsuborgar og þá haft með sér póstinn og allar upplýsingar. Einfalt, þægilegt og öruggt.
B) Gjafabréf þar sem þú velur námskeiðið
Ef þú veist hvað hentar viðtakanda getur þú keypt gjafabréf fyrir það tiltekna námskeið. Viðtakandi þarf sjálfur að bóka sig á námskeiðið og nýtir þá gjafabréfið sem greiðslu annað hvort hér í vefverslun eða í móttöku á Bíldshöfða á sama hátt og hér er lýst að ofan. Gjafabréf sem er ávísun á tiltekið námskeið gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
Veldu úr námskeiðum með því að smella hérna.