Heilsulausnir kl. 12:00

19.900kr31.900kr

Vilt þú léttast eða styrkjast? Ætlar þú að taka næsta skref í átt að betri heilsu?

Heilsulausnir eru ætlaðar þeim sem vilja þjálfa líkama og sál til betri heilsu. Nálgunin er heildræn, þar sem unnið er með hreyfingu, mataræði, matarvenjur og hugarfar. Áhersla er lögð á að samtvinna breytingarnar daglegu lífi þátttakenda og öðlast árangur sem endist.

Heilsulausnir eru ársnámskeið. Því er skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn er 4 mánuðir og sá seinni 8 mánuðir. Einnig er hægt er að koma eingöngu á fræðsluhluta námskeiðsins.

Aðalstoðir Heilsulausna eru:
Hreyfing
Fræðsla og stuðningur
Mælingar og ráðgjöf

Útkoman er spennandi, fjölbreytt námskeið með stuðningi og handleiðslu svo þú getir gert allt sem í þínu valdi stendur til að halda góðri heilsu.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , , , , , ,

Lýsing

Vilt þú léttast eða styrkjast? Ætlar þú að taka næsta skref í átt að betri heilsu?

Heilsulausnir eru ætlaðar þeim sem vilja þjálfa líkama og sál til betri heilsu. Nálgunin er heildræn, þar sem unnið er með hreyfingu, mataræði, matarvenjur og hugarfar. Áhersla er lögð á að samtvinna breytingarnar daglegu lífi þátttakenda og öðlast árangur sem endist. Heilsulausnir eru ársnámskeið sem skipt er upp í tvo áfanga.

Þríþætt nálgun:

  • Hreyfing í hóp þrisvar í viku undir leiðsögn íþróttafræðings. Þú velur þinn tíma og lærir hvaða hreyfing hentar þér. Frjáls aðgangur að líkamsræktinni og spennandi opnir tímar.
  • Fræðsla og stuðningur. Fjölbreytt fræðsla þar sem þátttakendur eru virkir og vinna hver að sínum markmiðum. Lokuð facebooksíða er aðgengileg fyrir hópinn þar sem við styðjum hvert annað. Sidekick heilsuforritið hjálpar þér til að halda utanum þín verkefni, takast á við áskoranir og fylgjast með árangrinum á einfaldan og skemmtilegan hátt. Fræðsla er 90 mínútur annan hvern þriðjudag: Hópur 1 kl. 16:30 – 18:00 og hópur 2 kl. 18:15 – 19:45. Stundum er fræðslan keyrð í einum hóp og er þá kl. 17:30 – 19:00.
  • Mælingar og ráðgjöf. Í upphafi námskeiðs er 20 mínútna upphafsviðtal við hjúkrunarfræðing þar sem gerð er mæling með líkamsgreiningartæki sem nemur ástand líkamans, grunnbrennslu, samsetningu hans (vöðvamassa, fitu ofl.) Einnig eru blóðþrýstingur og mittismál mæld. Mælingar og stutt viðtal eru framkvæmd eftir 2 mánuði og 4 mánuði. Auk þess bjóðast opnir mælingatímar á fyrirfram auglýstum tímum. Í upphafi er jafnframt viðtal við umsjónaríþróttafræðing þar sem farið er yfir persónuleg markmið og líkamsástand. Á þennan hátt eru nokkrir af helstu áhættuþáttum heilsunnar skoðaðir og veittar eru persónulegar ráðleggingar um hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna og fyrirbyggja heilsubrest.

Á námskeiðinu lærir þú að borða hollan og góðan mat reglulega og njóta hans en stjórna samt blóðsykrinum og þyngdinni. Um leið þjálfar þú upp góðar daglegar venjur. Í Heilsulausnum er ekkert bannað og ekkert svelti. Þú lærir líka hvaða hreyfing hentar þér, því auðvitað er fólk afar misjafnt. Áhersla er á sjálfsstyrkingu og jákvætt hugarfar. Hugað er að streituvöldum, slökun og góðum svefni.

Útkoman er spennandi, fjölbreytt námskeið með stuðningi og handleiðslu svo þú getir gert allt sem í þínu valdi stendur til að halda góðri heilsu.

Heilsulausnir eru ársnámskeið. Því er skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn er 4 mánðir og sá seinni 8 mánuðir. Einnig er hægt er að koma eingöngu á fræðsluhluta námskeiðsins.

Fyrra fræðslunámskeiðið nefnist „Að stjórna eigin heilsu“. Fræðslufundir eru u.þ.b. aðra hverja viku, 90 mín í senn. Þar vinnum við markvisst að því að koma reglu á daglegar venjur og mataræði. Við finnum líka tíma fyrir reglulega hreyfingu og vinnum að því að byggja upp góða líðan á líkama og sál. Sidekick appið kemur hér verulega við sögu en er þó engin forsenda þess að ná árangri á námskeiðinu

Í seinni hluta Heilsulausna eru tvö fræðslunámskeið „Eldum betur“ og „Betri sjálfsmynd og minni streita”. Þar hittumst við u.þ.b. hálfsmánaðarlega í 90 mín í senn. Við höldum áfram og förum dýpra í þessa þætti til að festa heilbrigðan lífsstíl enn betur í sessi. Hér erum við farin að fikra okkur lengra með mataræðið. Sólveig ástríðukokkur (lífsstíll Sólveigar) verður með sýnikennslu og matarsmakk til að auðvelda okkur það verkefni. Hér horfum við líka innávið og hugum að því hvernig við getum lágmarkað streituna.

Tæplega fjögur þúsund manns hafa nýtt sér Heilsulausnir með góðum árangri. Þetta vinsæla námskeið er í stöðugri þróun hjá Erlu Gerði Sveinsdóttur heimilislækni og öðru starfsfólki Heilsuborgar, þar sem löng reynsla og ný þekking fléttast saman.

Í Heilsulausnum notum við nýja námstækni að bandarískri fyrirmynd*. Sýnt hefur verið fram á að sú nálgun stuðlar að góðum árangri til að ná jafnvægi á blóðsykri og þyngdarstjórnun. Við fléttum þessa nýju námstækni inn í gömlu góðu Heilsulausnirnar.

Að námskeiðinu standa hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknar, næringarfræðingar og sálfræðingar, auk Sólveigar ástríðukokks (Lífsstíll Sólveigar) sem verður með sýnikennslu, smakk og góðar uppskriftir. Sólveig hefur sjálf reynslu af því að breyta lífi sínu, en hún var þátttakandi í Heilsulausnum 2011-2012.

Frekari upplýsingar

Verð og greiðslur

12 mánuðir, verð á mánuði, 4 mánuðir, verð á mánuði, fræðsla, 4 mánuðir, verð á mánuði

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok