Hreyfimat hjá íþróttafræðingi

12.900kr

Fáðu mat fagfólks Heilsuborgar svo þú getir valið rétta hreyfingu af öryggi.
Hreyfimat er góð byrjun þegar fólk er forvitið um stöðuna eða er að stíga fyrstu skref í átt að betra lífi og líðan en veit ekki alveg hvernig er best að byrja.

Íþróttafræðingar Heilsuborgar veita þér vandaða ráðgjöf um hvar best sé að byrja miðað við þína sögu og líkamlega getu. Gerðar eru mælingar á styrk, þoli, jafnvægi og liðleika. Þannig færðu upplýsingar um hvar þú ert stödd/staddur. Í kjölfar matsins færð þú persónulega ráðgjöf um hvers konar hreyfing er heppilegust til að taka næstu skref.

Flokkur:

Lýsing

Fáðu mat fagfólks Heilsuborgar svo þú getir valið rétta hreyfingu af öryggi.
Hreyfimat er góð byrjun þegar fólk er forvitið um stöðuna eða er að stíga fyrstu skref í átt að betra lífi og líðan en veit ekki alveg hvernig er best að byrja.


Íþróttafræðingar Heilsuborgar veita þér vandaða ráðgjöf um hvar best sé að byrja miðað við þína sögu og líkamlega getu. Gerðar eru mælingar á styrk, þoli, jafnvægi og liðleika. Þannig færðu upplýsingar um hvar þú ert stödd/staddur. Í kjölfar matsins færð þú ráðgjöf um hvers konar hreyfing er heppilegust til að taka næstu skref.

Í Hreyfimati býðst einnig mæling á samsetningu líkamans og grunnefnaskiptum. Mælingin er gerð í líkamsgreiningartæki og veitir greinargóðar upplýsingar um líkamlegt ástand, sem gott er að leggja til grundvallar næstu skrefum í átt að betra lífi.

Til að panta tíma í Hreyfimat þarf að kaupa þjónustuna hér á vefnum. Þú smellir á hnappinn, KAUPA HREYFIMAT og gengur frá kaupunum á einfaldan og fljótlegan hátt í vefverslun Heilsuborgar. Í kjölfarið færðu sendan tölvupóst þar sem þú getur bókað þann tíma sem þér hentar. Hreyfimatið tekur 50 mínútur.

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok