Hugarlausnir grunnnámskeið

17.900kr72.280kr

Glímir þú við einkenni streitu, depurðar, kvíða eða þunglyndis?
Hugarlausnir eru 8 vikna námskeið þar sem þátttakendum er kennt að kljást við þessi einkenni.

Til að ná sem bestum árangri er námskeiðið þríþætt:
Hreyfing, sem er fyrirferðamesti hluti námskeiðisins – og svo núvitund og fræðsla.
Hægt er að kaupa hreyfinguna sér, veldu það sem þér hentar úr fellilistanum.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Lýsing

Glímir þú við einkenni streitu, depurðar, kvíða eða þunglyndis?
Hugarlausnir eru 8 vikna námskeið þar sem þátttakendum er kennt að kljást við þessi einkenni.

Til að ná sem bestum árangri er námskeiðið þríþætt:

Hreyfing er fyrirferðarmesti hluti námskeiðsins. Þátttakendur æfa í hópi þrisvar sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara. Hægt er að kaupa hreyfinguna sér.

Unnið er með núvitund (mindfulness) undir leiðsögn sálfræðings. Núvitund snýst um það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma.

Fræðsla, Sigrún Ása heldur fyrirlestur um streitu en auk þess er mælt með fyrirlestrum um holla næringu, sjálfsmynd og hugarfar, svefn og svefntruflanir.

Þeir sem ljúka námskeiðinu geta skráð sig á framhaldsnámskeið þar sem æft er þrisvar sinnum í viku boðið upp á vikulegar núvitundaræfingar.

Þjálfarar og leiðbeinendur:
Elva Brá Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur
Guðni Heiðar Valentínusson, heilsu- og íþróttafræðingur
Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur
Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur
Snædís Eva Sigurðardóttir, sálfræðingur

Frekari upplýsingar

Verð og greiðslur

Heildarverð, Hreyfing skv. hreyfiseðli 8 vikur, Hreyfing skv. hreyfiseðli mánaðargreiðslu, Mánaðargreiðslur pr. mánuð, Núvitund

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok