Jákvæð sjálfsmynd

80.600kr

Þráir þú aukið sjálfsöryggi? Jákvæð sjálfsmynd er árangursríkt námskeið þar sem þátttakendur á fyrri námskeiðum hafa upplifað aukið sjálfsöryggi í lífi og starfi og í kjölfarið hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni minnkað.

Markmið námskeiðsins er að þróa samkennd í eigin garð (Self-compassion), upplifa tilfinningalegt jafnvægi og sátt. Með aukinni samkennd og núvitund (Mindfulness) í daglegu lífi öðlast þátttakendur sjálfsöryggi og jákvæðari sjálfsmynd.

Tímar eru í formi fyrirlestra, hóp- og einstaklingsverkefna og umræðna, auk hugleiðsluæfinga og heimaverkefna.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

Þráir þú aukið sjálfsöryggi? Jákvæð sjálfsmynd er árangursríkt námskeið þar sem þátttakendur á fyrri námskeiðum hafa upplifað aukið sjálfsöryggi í lífi og starfi og í kjölfarið hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni minnkað.

Markmið námskeiðsins er að þróa samkennd í eigin garð (Self-compassion), upplifa tilfinningalegt jafnvægi og sátt. Með aukinni samkennd og núvitund (Mindfulness) í daglegu lífi öðlast þátttakendur sjálfsöryggi og jákvæðari sjálfsmynd.

Á námskeiðinu er byggt á nálgun samkenndarsálfræðinnar (Compassion Focused Therapy) og áhersla lögð á að styrkja sjálfsmynd hvers og eins.

Unnið er að því að þátttakendur læri að sýna sjálfum sér og öðrum samkennd þegar þeir takast á við erfiðleika og þjáningar. Með meiri skilningi á sjálfum sér og manneskjunni í heild öðlast þátttakendur aukna sátt og von. Áhugahvöt og drifkraftur eykst, sem gagnast sérstaklega vel þegar unnið er að því markmiði að lifa heilsusamlegu og hamingjuríku lífi. Jafnframt verður notast við núvitundaræfingar (mindfulness). Samkennd og núvitund hjálpa þátttakendum að auka þol gagnvart hvers kyns vanlíðan s.s lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi.

Tímar eru í formi fyrirlestra, hóp- og einstaklingsverkefna og umræðna, auk hugleiðsluæfinga og heimaverkefna.

Ath: Námskeiðið hét áður Sjálfstyrking og sjálfsöryggi.

Leiðbeinendur eru Anna Sigurðardóttir og Bryndís Einarsdóttir sálfræðingar í Heilsuborg.

Athugið að áður en námskeiðið hefst fer sérhver þátttakandi í 30 mínútna forviðtal þar sem metið er hvort það henti viðkomandi eða hvort önnur námskeið eða þjónusta Heilsuborgar eigi betur við.

Frekari upplýsingar

Tímasetning

2. sept–28. okt. 2019, 23. okt–11. des. 2019

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok