Léttara líf

14.900kr74.500kr

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á næringu og hollu mataræði, vilja læra meira og festa í sessi jákvæðar breytingar á þessu sviði.

Námskeiðið er sjálfstætt framhald námskeiðsins Að stjórna eigin heilsu. Það er einnig hluti Heilsulausna, vinsælasta námskeiðs Heilsuborgar. Hér beinum við athyglinni að matreiðslu og innkaupum, auk þess sem við skoðum nánar hvaða áhrif mataræði hefur á heilsuna okkar.

Fræðslufundirnir eru alls tíu, 90 mín í senn og dreifast á 5 mánuði (eru á tveggja vikna fresti, frí yfir stórhátíðar og í júlí).

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , ,

Lýsing

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á næringu og hollu mataræði, vilja læra meira og festa í sessi jákvæðar breytingar á þessu sviði. Námskeiðið er sjálfstætt framhald námskeiðsins Að stjórna eigin heilsu. Það er einnig hluti Heilsulausna, vinsælasta námskeiðs Heilsuborgar. Hér beinum við athyglinni að matreiðslu og innkaupum, auk þess sem við skoðum nánar hvaða áhrif mataræði hefur á heilsuna okkar.


Fræðslufundirnir eru alls tíu, 90 mín í senn og dreifast á 5 mánuði (eru á tveggja vikna fresti, frí yfir stórhátíðar og í júlí). Hér er Sólveig ástríðukokkur í essinu sínu og verður með sýnikennslu á ýmiskonar hollum, bragðgóðum og girnilegum réttum. Erla Gerður læknir sér svo um að útskýra tengsl mataræðisins við heilsuna. Að auki koma aðrir leiðbeinendur að námskeiðinu með ýmis konar fróðleik og verkefni, t.d. um innkaup, skipulag máltíða og aðra hagnýta þætti sem tengjast heilsu og mataræði.

Síðast en ekki síst mun Anna Sigurðardóttir sáfræðingur fjalla um hugarfar og styrkingu sjálfsmyndarinnar á sinn einstaka hátt, þannig að líkami og sál vinni í takt. Útkoman er fjölbreytt, skemmtilegt og bragðgott námskeið.

Að námskeiðinu standa hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar auk Sólveigar ástríðukokks (Lífsstíll Sólveigar) sem verður með sýnikennslu, smakk og góðar uppskriftir. Sólveig hefur sjálf reynslu af því að breyta lífi sínu, en hún var þátttakandi í Heilsulausnum 2011-2012.

 

Frekari upplýsingar

Verð og greiðslur

Heildarverð, Mánaðargreiðslur pr. mánuð

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok