Lifðu þínu eigin lífi, meðvirkninámskeið

12.000kr

Viltu efla sjálfsvirðinguna, læra að setja heilbrigð mörk, minnka spennu í samskiptum og byggja upp heilbrigðari sambönd?

Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að upplifa einlægni og nánd heilbrigðra sambanda og samskipta. Lifðu þínu eigin lífi er námskeið um orsakir og einkenni meðvirkni og leiðir til að vinna sig út úr henni. Skoðað verður hvar rætur meðvirkni liggja, hvernig hún þróast og hindrar okkur í að eiga heilbrigð samskipti við okkur sjálf og aðra.

Námskeiðið er laugardag 10. mars. Veittur er 15% fjölskylduafsláttur (þarf að ganga frá í mótttöku). Eftirfylgni í formi hópavinnu 1,5 klst. fimmtudaginn 15. mars eða 22. mars (skipt í 2 hópa).

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Viltu efla sjálfsvirðinguna, læra að setja heilbrigð mörk, minnka spennu í samskiptum og byggja upp heilbrigðari sambönd?


Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að upplifa einlægni og nánd heilbrigðra sambanda og samskipta. Lifðu þínu eigin lífi er námskeið um orsakir og einkenni meðvirkni og leiðir til að vinna sig út úr henni. Skoðað verður hvar rætur meðvirkni liggja, hvernig hún þróast og hindrar okkur í að eiga heilbrigð samskipti við okkur sjálf og aðra.

Ummæli þátttakenda:

„Ég hélt að laugardagsmorgun á meðvirkninámskeiði yrði frekar dapur morgun en ákvað þó að skella mér, því það eru víst allir meðvirkir að einhverju leyti og kannski bara ég líka.
Þessi laugardagsmorgun reyndist vera hin mesta skemmtun og jafnframt fræðandi. Gyða rúllaði upp dæmisögum, lýsingum og reynslusögum á svo lifandi og leikrænan hátt að fyrr en varði voru 4 klst. liðnar. Eftir þetta námskeið verður maður að minnsta kosti meðvitaður um birtingarmyndir meðvirkninnar og það er skref í rétta átt.“

„Frábært námskeið í alla staði. Frábær fyrirlesari sem tók sjálfa sig ekki of hátíðlega og tók dæmi úr sínu eigin lífi með húmor og hlátur að vopni. Ég er fullviss um að fyrir mig var þetta aðeins byrjunin á ferðalagi þar sem safnað verður í pokann meiri vitneskju um hvernig hægt sé að ná stjórn á eigin lífi ÁN MEÐVIRKNI. Takk kærlega fyrir mig“

„Gyða Dröfn setur þetta upp á mjög skemmtilegan og líflegan hátt með reynslusögum af sér. En maður skynjaði líka alvarlegan undirtóninn. Að takast á við meðvirkni er langt ferðalag en ég er byrjuð á því og held ótrauð áfram. Takk fyrir frábært námskeið.“

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok