Minni kvíði, meiri lífsgæði. Dragðu úr kvíðanum.

69.800kr

Þráir þú að ná tökum á líðan þinni og losna undan kvíðanum? Minni kvíði – meiri lífsgæði er árangursríkt námskeið. Þátttakendur á fyrri námskeiðum hafa upplifað aukið öryggi og frelsi í lífi og starfi, lífsgæði hafa aukist og kvíðaeinkenni minnkað.

Námskeiðið er 6 vikur og er ætlað þeim sem upplifa að kvíði hafi hamlandi áhrif á daglegt líf og líðan. Markmiðið er að draga úr kvíða og einkennum hans. Á námskeiðinu er þátttakendum kennt að skilja eigin kvíða betur, hvernig eigin viðbrögð og hegðun hafa þar áhrif. Jafnframt er markmiðið að auka tilfinningu þátttakenda fyrir eigin getu og öryggi.

Flokkur:

Lýsing

Þráir þú að ná tökum á líðan þinni? Minni kvíði – meiri lífsgæði er árangursríkt námskeið. Þátttakendur á fyrri námskeiðum hafa upplifað aukið öryggi og frelsi í lífi og starfi, lífsgæði hafa aukist og kvíðaeinkenni minnkað.

Námskeiðið er ætlað þeim sem upplifa að kvíði hafi hamlandi áhrif á daglegt líf og líðan. Markmiðið er að draga úr kvíða og einkennum hans. Á námskeiðinu er þátttakendum kennt að skilja eigin kvíða betur, hvernig eigin viðbrögð og hegðun hafa þar áhrif. Jafnframt er markmiðið að auka tilfinningu þátttakenda fyrir eigin getu og öryggi.

Námskeiðið byggir á heildrænni nálgun þar sem áhersla er einnig lögð á ytri þætti sem geta haft áhrif á og stutt við bata, aukið vellíðan og haft almenn heilsueflandi áhrif. Hugrænni atferlismeðferð er beitt til að efla og styrkja þátttakendur, en rannsóknir til margra ára hafa ítrekað sýnt fram á að sú nálgun er besta meðferðin við kvíða.

Tímar eru í formi fyrirlestra, umræðna, hóp- og einstaklingsverkefna auk heimaverkefna. Kennt er í litlum hópum (10 – 15 manns). Leiðbeinendur eru Bryndís Einarsdóttir og Mjöll Jónsdóttir sálfræðingar. Athugið að áður en námskeiðið hefst fer sérhver þátttakandi í 30 mínútna forviðtal þar sem metið er hvort námskeiðið henti viðkomandi eða hvort önnur námskeið eða þjónusta Heilsuborgar eigi betur við.

Markmið námskeiðsins:
● Að draga úr einkennum kvíða
● Aukinn skilningur á kvíða, eigin viðbrögðum og hegðun
● Þátttakendur eflist og styrkist í stað þess að viðhalda eða auka kvíða
● Aukin tilfinning fyrir eigin getu og öryggi
● Aukin lífsgæði og valdefling

Ummæli þátttakenda á námskeiðinu:
Algjörlega frábært námskeið, vildi að ég hefði farið á svona miklu fyrr.

Virkilega gott og gagnlegt námskeið sem býður upp á lausnir. Þrátt fyrir að
vera hópnámskeið fær samt einstaklingurinn mikla athygli og mætir hlýju og
skilningi.

Góð sjálfsskoðun og flott verkfæri til að öðlast færni að takast á við hið
daglega stress og kvíða sem getur komið manni úr jafnvægi. Ég lifnaði við á
námskeiðinu.

Ég lærði ótrúlega mikið og hef tekist á við hin ýmsu verkefni sem hafa komið
að góðu gagni. Ég geri mér grein fyrir hvenær ég hef farið út af sporinu og
þá gríp ég þau verkfæri sem gagnast mér í þeim aðstæðum.

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok