Streitulausnir, fræðsla

35.000kr

Námskeið sem hjálpar þér að takast á við streitu í daglegu lífi og starfi.

Á námskeiðinu kortleggur þú streitu í þínu lífi, fræðist um þau áhrif sem hún hefur á okkur og lærir leiðir að bættri líðan.

Námskeiðið felst í röð fyrirlestra um streitu, einkenni hennar og ráð sem gagnast til að ráða niðurlögum streitunnar. Kennarar á námskeiðinu eru sálfræðingar Heilsuborgar sem hafa víðtæka reynslu af viðfangsefninu.
Streitueinkenni eru iðulega væg til að byrja með en hætta er á að einkenni fari versnandi ef ekkert er að gert og þá er hætta á örmögnun eða kulnun sem er alvarlegt ástand sem skerðir daglegt líf, störf og lífsgæði verulega.

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Námskeið sem hjálpar þér að takast á við streitu í daglegu lífi og starfi. Á námskeiðinu kortleggur þú streitu í þínu lífi, fræðist um þau áhrif sem hún hefur á okkur og lærir leiðir að bættri líðan.


Námskeiðið felst í röð fyrirlestra um streitu, einkenni hennar og ráð sem gagnast til að ráða niðurlögum streitunnar. Kennarar á námskeiðinu eru sálfræðingar Heilsuborgar sem hafa víðtæka reynslu af viðfangsefninu. Á námskeiðinu kortleggja þátttakendur streitu í sínu lífi, fræðast um þau áhrif sem hún hefur á okkur og læra leiðir að bætri líðan.
Streitueinkenni eru iðulega væg til að byrja með en hætta er á að einkenni fari versnandi ef ekkert er að gert og þá er hætta á örmögnun eða kulnun sem er alvarlegt ástand sem skerðir daglegt líf, störf og lífsgæði verulega. Því er mikilvægt að vera vel vakandi og hlúa vel að sér. Því fyrr sem gripið er inn í því betra. Að vinna með streituna sína getur verið mjög gefandi en einnig krefjandi

Fyrirlestrar

  • Áhrif langvarandi streituálags á heilsu og líðan, kortlagning einkenna og streituvalda
  • Hvað er til ráða – leiðir að bættri líðan
  • Svefn og svefnráð
  • Áhrif langvarandi álags á sjálfsöryggi og sjálfsmat
  • Hvernig forðast má að lenda aftur í sama farinu – og næstu skref

 

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok