Sumarpakki Heilsuborgar

18.900kr56.700kr

Viltu gera eitthvað nýtt og skemmtilegt í sumar? Langar þig að læra að hreyfa þig úti í náttúrunni?

Þú þarft ekki að taka hlé frá heilsunni þó þú farir úr bænum eða úr landi því við sendum þér reglulega áskoranir og nýjar hugmyndir að hreyfingu og góðum mat sem nærir þig í sumar, sama hvar þú ert.

Við höfum sett saman skemmtilegan sumarpakka fyrir þá sem vilja njóta þess að sinna heilsunni í sumar. Áherslan er á næringu og fjölbreytta hreyfingu, jafnt úti sem inni.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru óvanir þjálfun utan dyra og þeim sem eru vanir. Í Heilsuborg vitum við að það er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt, allt eftir getu og áhuga.

Við verðum með þér í allt sumar.

Sumarpakkinn hefst 1. júní og lýkur 31. ágúst.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Viltu gera eitthvað nýtt og skemmtilegt í sumar? Langar þig að læra að hreyfa þig úti í náttúrunni?

Þú þarft ekki að taka hlé frá heilsunni þó þú farir úr bænum eða úr landi því við sendum þér reglulega áskoranir og nýjar hugmyndir að hreyfingu og góðum mat sem nærir þig í sumar, sama hvar þú ert.

Við höfum sett saman skemmtilegan sumarpakka fyrir þá sem vilja njóta þess að sinna heilsunni í sumar. Áherslan er á næringu og fjölbreytta hreyfingu, jafnt úti sem inni.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru óvanir þjálfun utan dyra og þeim sem eru vanir. Í Heilsuborg vitum við að það er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt, allt eftir getu og áhuga.

Við verðum með þér í allt sumar
Þegar þú bregður þér úr bænum eða úr landi verðum við með þér. Fagfólk Heilsuborgar sendir þér prógrömm með æfingum sem hægt er að gera hvar sem er og hugmyndir og uppskriftir að hollum og gómsætum sumarmat. Í lokuðum Facebook hópi deilum við margvíslegum fróðleik um góða næringu og hreyfingu og heilræðum um hvernig við öðlumst hugarró og um góðan svefn. Þar getið þið líka spurt út í það sem ykkur liggur á hjarta.

Sumarpakkinn hefst 1. júní og lýkur 31. ágúst.

Þú sérð árangurinn
Viltu sjá svart á hvítu hvaða árangri þú nærð? Í Sumarpakkanum eru innifaldar tvær mælingar á líkamsgreiningartæki (önnur í upphafi og hin lok tímabilsins). Þar er samsetning líkamans mæld, t.d. fitu- og vöðvamassi og grunnefnaskipti. Eftir fyrri mælinguna bjóðum við fyrirlestur hjá hjúkrunarfræðingi Heilsuborgar sem fer ítarlega yfir hvernig túlka skuli niðurstöðurnar og hvernig markmið sé raunhæft að setja sér. Í lok sumars ferðu í seinni mælinguna og sérð árangurinn!

Hreyfing – veldu það sem þér finnst mest spennandi
Í hverri viku getur þú valið um 14 fjölbreytta tíma: Hlaupaæfingar, útiæfingar, Hádegisþrek, Laugardagsfjör og fjallgöngur. Sex sinnum í viku getur þú hitt þjálfara í tækjasal sem gefur þér persónulegar leiðbeiningar. Í fjallgöngurnar þarf að skrá sig sérstaklega hverju sinni því þar er hámarksfjöldi – en þú gengur að öllum öðrum tímum og velur það sem þér hentar hverju sinni.

Gómsætur sumarmatur
Á sumrin vill fólk gera vel við sig. Þetta vitum við í Heilsuborg og sendum þér þess vegna margvíslegar upplýsingar, uppskriftir og heilræði um hvernig þú getur valið hollari kostinn þó þú sért í fríi.

Til að koma þér af stað í upphafi sendum við þér viku matseðil að hollum og ljúffengum mat, byggðan á ráðleggingum fagfólks Heilsuborgar.

Við deilum allskyns fróðleik og heilræðum í Facebook hópinn nokkrum sinnum í hverri viku. Mánaðarlega sendum við þér girnilegar uppskriftir frá Heilsumömmunni og/eða Sólveigu ástríðukokknum okkar.

Vertu með í Sumarpakkanum og virkjaðu þína eigin sumarorku!

Frekari upplýsingar

Verð og greiðslur

Heildarverð, Mánaðargreiðslur pr. mánuð

Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok