Sigríður Einarsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur

Sigríður Einarsdóttir, íþróttafræðingur. Heilsuborg.is

Í Heilsuborg stýrir Sigríður tímum í Kvennaleikfimi, Heilsulausnum, Jógalausnum og opnum tímum með rúllum og teygjum. Hún sér um einkaþjálfun í Heilsuborg og fjarþjálfun með Sidekick. Einnig leiðbeinir Sigríður viðskiptavinum Heilsuborgar í tækjasal á auglýstum tímum og sér um þjónustu fyrir Virk.

Sigríður lauk B.ed gráðu frá Laugarvatni/KHÍ og hefur starfað í heilsuræktargeiranum frá 1987. Hún hefur sótt sér viðbótarmenntun í næringar- og lífeðlisfræði.

Sigríður starfaði sem kennari í hóptímum, einkaþjálfari og stjórnandi á líkamsræktarstöðinni Hress í tæp 30 ár.  Hún hefur starfað með Les Mills international og er með réttindi í 6 kerfum frá þeim: Body Attack, Body Balance, Body Jam, Body Pump, Body Step og Body Vive. Einnig hefur hún þjálfað nýja kennara á þeirra vegum. Sigríður hefur sótt fjöldan allan af námskeiðum og ráðstefnum tengdum heilsu, næringu, lífsstíl og hreyfingu.

Hún útskrifaðist sem jógakennari árið 2015 og hefur þjálfað fólk með sértæk vandamál eins og bak-, axlar-, hné- og mjaðmarvandamál. Einnig hefur hún hjálpað fólki að komast í kjörþyngd og þjálfað fitnesskeppendur.

Sigríður elskar að kenna og þjálfa og æfir sjálf af fullum krafti.

sigridur@heilsuborg.is
Sími 863 6655

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top