Sigrún Konráðsdóttir, sjúkraþjálfari

Sigrún Konráðsdóttir, heilsuborg.is

Sigrún vinnur með stoðkerfisvandamál og verki af ýmsum toga, sérstaklega háls- og bakvandamál ásamt axlar- og mjaðmagrindarvandamálum.

Sigrún lauk B.Sc. í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2004. Hún hefur síðan þá setið fjölmörg námskeið sem tengjast ýmsum sviðum innan sjúkraþjálfunar auk annara fagnámskeiða sem nýtast vel við að greina og meðhöndla margvísleg vandamál með heildrænum hætti.

Sigrún starfaði áður í Hreyfigreiningu, Atlas endurhæfingu og nú síðast í Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu (2011-2017). Auk þess hefur hún kennt ýmsa hóptíma t.d. Bakleikfimi (Breiðu bökin) og meðgöngusund. Hún er annar tveggja eigenda Stoðkerfisskólans sem er nú starfræktur í Heilsuborg.

Sigrún er formaður fræðslunefndar Félags sjúkraþjálfara, hefur setið í nefndinni síðan 2011.

Netfang: sigrunkonrads@heilsuborg.is
Sími: 560 1010

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top