Í tilkynningu sem Félag sjúkraþjálfara birti 13. janúar 2020 segir:

 

Vakin er athygli á því að í samræmi við niðurstöðu Gerðardóms munu sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands frá og með deginum í dag, mánudag, 13. janúar 2020. Starfsemi á stofum sjúkraþjálfara er engu að síður óbreytt og allt venju samkvæmt. 

Birt hefur verið reglugerð frá heilbrigðisráðherra sem heimilar endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara utan samnings. Þannig eru réttindi sjúkratryggðra tryggð og sjúkraþjálfarar geta áfram verið í rafrænum samskiptum við SÍ varðandi endurgreiðsluhluta skjólstæðinga þótt ekki sé samningur í gildi.

Áhrif á skjólstæðinga verða minniháttar þar sem rafræn samskipti verða óbreytt við SÍ og skjólstæðingar njóta beinnar niðurgreiðslu eins og áður, en vænta má einhverra gjaldskrárbreytinga, þar sem sjúkraþjálfarar setja sínar eigin gjaldskrár.

Hvað þýðir þetta fyrir viðskiptavini sjúkraþjálfunar í Heilsuborg?

 

Öll þjónusta er óbreytt. Viðskiptavinir fá endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands eins og áður. Verðskrá sjúkraþjálfara Heilsuborgar hefur þó hækkað. Dæmi: almennur 30 mínútna tími hækkar um 678 krónur og sú hækkun er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top