Samkomulag hefur náðst milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkraþjálfara í kjölfar afsagnar sjúkraþjálfara af samningi. Aðgerðum hefur verið frestað og sjúkraþjálfun, gjaldskrá og greiðslufyrirkomulag verður með hefðbundnum hætti frá og með fimmtudeginum 14. nóvember.