opnir tímar, heilsuborg.is

ÞJÓNUSTA OG SKILMÁLAR

ÞJÓNUSTA OG SKILMÁLAR

Velkomin til Heilsuborgar. Hér á síðunni finnur þú upplýsingar um þjónustu, greiðsluleiðir, kaup, meðferð persónupplýsinga og aðra almenna skilmála.

Persónuupplýsingar

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar í þeim tilgangi að afgreiða pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

Ef þú ert skráð(ur) á póstlista eða tekur þátt í annarri virkni, sem krefst að þú gefir upp t.d. nafn, heimilisfang, netfang, símanúmmer, þá eru upplýsingarar einungis geymdar á meðan þú leyfir. Þú getur ávallt afskráð þig.

Vörur til einkanota og niðurhal

Vörurnar í vefverslun Heilsuborgar eru til persónulegra nota eingöngu. Kaup á námskeiðum eru svokölluð “sýndarviðskipti” sem þýðir að þegar þú hefur greitt fyrir námskeiðið færðu kvittun, sem sannar kaupin. Sú kvittun sem þú færð um hæl þegar viðskiptum er lokið, er nægjanleg kvittun fyrir kaupunum þegar þú kemur í móttöku Heilsuborgar.

Verð og greiðsluleiðir

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.

Eftirfarandi kort er hægt að nota í vefverslun Heilsuborgar:
Visa
Mastercard
Greiðslan mun birtast á kortayfirliti þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

Greiðsluþáttaka

Einstaklingar geta fengið stuðning til að sækja sér þjónustu Heilsuborgar skv. hefðbundnum reglum.

 • Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun og vegna þjónustu sérfræðilækna.
 • Sjúkrasjóðir og stéttarfélög taka þátt í kostnaði við margskonar þjónustu Heilsuborgar.

Hvernig hentar þér að greiða?

Þú getur valið um fjórar leiðir:
 • Kaupa þjónustu hér á síðunni.
  Margvíslega þjónustu Heilsuborgar er hægt að kaupa með kreditkorti á vefnum, námskeið ofl. Sjá nánar með því að smella á stikuna KAUPA
 • Koma við í Heilsuborg á Höfðanum, Bíldshöfða 9, og greiða fyrir námskeið eða aðra þjónustu. Í leiðinni getur þú skráð þig í augnskannann og skrifað undir samning ef við á.
 • Símgreiðsla. Gefa upp kreditkortanúmer í síma 560 1010. Við tökum Visa og Mastercard.
 • Leggja inn á bankareikning. Bankareikningur nr. 537-26- 2242, kt. 470906-1030.
  Vinsamlegast a) merktu við að kvittun verði send á mottaka@heilsuborg.is og
  b) skráðu heiti námskeiðs og kennitölu iðkanda í athugasemd.Nánar um áskrift á netinu

Þú getur valið í netverslun að kaupa námskeiðið í einni lotu og getur þá valið heildarverð námskeiðs. En þú getur líka valið mánaðarlega áskrift. Mánaðarleg áskrift er ódýrari en ef miðað er við verð á mánuði í heildarverði námskeiðs. Þú velur það sem hentar þér í felliglugganum í hverri vöru fyrir sig.

Lágmarks binditími í áskrift er 4 mánuðir. Að binditíma loknum er uppsagnarfrestur 1 mánuður.

Nánar um námskeið Heilsuborgar

Námskeiðin í Helsuborg eru ýmist einstök, með upphafs- og lokadagsetningu eða áframhaldandi námskeið, þar sem hægt er að koma inn og vera í áskrift eins lengi og mönnum sýnist.

Einstök námskeið
Oftast eru slík námskeið 8 vikur og hægt er að velja um að staðgreiða þau eða skipta greiðslum í tvennt. Þegar einstök námskeið eru keypt á heimasíðu Heilsuborgar eru möguleikarnir eftirfarandi:

 • Heildarverð námskeiðs (staðgreitt)
 • Verð á mánuði (greiðslum skipt)

Velja skal réttan möguleika í felliglugga í vefverslun Heilsuborgar.

Áframhaldandi námskeið
Hér eru námskeið sem flestir kjósa að vera í áskrift að þó boðið sé upp á þann möguleika að kaupa einstök námskeið. Öll hópnámskeiðin í líkamsræktinni tilheyra þessum flokki,t.d. Kvennaleikfimi, Leikfimi 60+ og fleiri.

Þegar áframhaldandi námskeið eru keypt á heimasíðu Heilsuborgar eru möguleikarnir eftirfarandi:

 • Heildarverð námskeiðs (staðgreitt)
 • Verð á mánuði (greiðslum skipt)
 • Áskriftarverð á mánuði

Velja skal réttan möguleika í felliglugga í vefverslun Heilsuborgar.

Þegar keypt er áskrift er lágmarks binditími 4 mánuðir og uppsagnarfrestur 1 mánuður. Segja þarf upp áskrift fyrir 15. dag mánaðar til að uppsögn gildi fyrir þann mánuð.

Kort og afbókanir

Afbókanir

Afbókunum skal beina til móttöku Heilsuborgar í síma 560-1010 eða senda póst á netfangið mottaka@heilsuborg.is. (Athugið að ekki er nóg að senda afbókun á Facebook Messenger.)

Fjarvistagjald

Afbóka þarf pantaðan tíma fyrir kl. 17:00 deginum áður, að öðrum kosti þarf að greiða fyrir tímann. Fullt gjald er tekið fyrir bókaðan tíma sem ekki var mætt í. Fjarvistagjald er innheimt með gíróseðli.
Við vonumst til að sem flestir láti vita í tíma svo ekki þurfi að koma til innheimtu fjarvistagjalds.

Í Heilsulausnum og á stoðkerfisnámskeiðum Heilsuborgar eiga þátttakendur innifalda ákveðna tíma. Ef ekki er mætt í tímana þurfa viðkomandi að panta nýja tíma og greiða fyrir þá sérstaklega.

Kort í heilsurækt

Kort í heilsurækt veitir aðgang að tækjasal og þeim opnu tímum sem eru í boði. Kortið veitir ekki aðgang að lokuðum námskeiðum.

Viðskiptavinir gera ýmist samning um einstök námskeið eða eru í áskrift og njóta þess þá með betri kjörum. Í áskrift er tiltekinn binditími í upphafi og uppsagnarfrestur eftir það, þ.e. sá tími sem líður frá því þjónustu er sagt upp þar til samningi lýkur. Almennt eru ekki gerðar undantekningar á ofangreindu, sjá þó hér að neðan:

Endurgreiðslur

a) Hægt er að fá endurgreiddan hluta námskeiðs eða annarrar þjónustu sem viðskiptavini er ófært að sækja vegna veikinda sem staðfest eru með læknisvottorði.

b) Ef viðskiptavinur, sem er handhafi korts í heilsurækt, vill skrá sig á lokað námskeið þar sem aðgangur að heilsurækt er innifalinn (á meðan heilsuræktarkort hans er í gildi) þá er það sjálfsagt og er mánaðargjald kortsins dregið frá námskeiðsgjaldinu.

Scroll to Top