startpakki í ræktina er vænlegur til árangurs, heilsuborg.is

STARTPAKKINN

Viltu koma þér af stað í ræktinni? Hér er fagleg ráðgjöf og stuðningur fyrir þá sem eru að byrja eða hafa tekið sér hlé frá hreyfingu. Mánaðarkort í ræktina er innifalið.


Startpakkinn undirbýr þig til að æfa sjálfstætt. Í upphafi ræðir þú við íþróttafræðing og ferð í mælingu í líkamsgreiningartæki þar sem samsetning líkamans er greind.

Í kjölfarið skilgreinir þú þann árangur sem þú vilt ná. Síðan færðu sérsniðna æfingaáætlun, íþróttafræðingurinn kennir áætlunina og hvernig gera á æfingarnar rétt og gefur þér góð ráð um framhaldið. Þegar þú ert komin/n vel af stað í ræktinni hittist þið aftur (2 – 4 vikum síðar) til að meta stöðuna og skerpa á æfingunum áður en þú stendur á eigin fótum.

Ef einhverjar spurningar vakna er auðvelt að fá góð ráð frá íþróttafræðingum Heilsuborgar sem eru í salnum á auglýstum tímum.
Háskólamenntaðir íþrótta- og heilsufræðingar Heilsuborgar sinna þér alla leið.

GEFÐU STARTPAKKANN SEM GJAFAKORT

VERÐSKRÁ


Heildarverð 33.980 kr
Sérstakt jólaverð, einungis í desember 24.900 kr

KAUPA STARTPAKKANN

INNIFALIÐ

  • Upphafsviðtal við íþróttafræðing og mæling í líkamsgreiningartæki (30 mín.)
  • Mæling á samsetningu líkamans
  • Sérsniðin æfingaáætlun
  • Kennsla á tæki og hvernig æfingar eru gerðar rétt (60 mín.)
  • Eftirfylgni – æfingaáætlun yfirfarin og fylgt eftir (30 mín.)
  • Mánaðarkort í vel búinn líkamsræktarsal Heilsuborgar
  • Aðgangur að opnum tímum
2018-12-14T21:56:14+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok