stoðkerfislausnir, heilsuborg

STOÐKERFISLAUSNIR

Stoðkerfislausnir henta þeim sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi.


Lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu og jafnvægi í stoðkerfinu. Með þeim hætti er hægt að styrkjast og halda verkjum í lágmarki. Markmiðið er að þú lærir á sjálfan þig, hvar þín mörk liggja, hvað þú þarft að leggja áherslu á og hvað þarf að varast.

Í boði eru tvö grunnnámskeið, annars vegar x3 í viku, hins vegar x2 í viku.

Framhaldsnámskeið (kennt tvisvar í viku) býðst þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði.

Næstu námskeið hefjast 7. og 8. janúar. 

Þjálfarar:
Ólafía Helga Jónasdóttir, sjúkraþjálfari, kennir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Jóhanna segir reynslu sína af Stoðkerfislausnum, heilsuborg.is

Í Stoðkerfislausnunum lærði ég að beita mér rétt og er laus við verkina

Ég lenti í bílslysi fyrir 14 árum og er búin að vera frá vinnu í 11 ár vegna bakverkja sem komu í kjölfar þess. Ég er búin að vera hjá ýmsum sjúkraþjálfurum Ég keypti mér kort í líkamsræktarstöð og reyndi að hreyfa mig en það gerði lítið gagn og verkirnir löguðust ekkert. Ég byrjaði í Stoðkerfislausnum í maí og þá fóru hlutirnir að gerast. Hér er stuðningur og skilningur svo miklu meiri en ég hafði áður kynnst, hér er venjulegt fólk en ekki einhver tískusýning. Mér finnst eg vera velkomin hér í Heilsuborg. Ég skynja það líka í gegnum aðra að í Heilsuborg er fólk opið og líður vel. Allir eru að gera sitt besta og enginn dæmir mann.

Í Stoðkerfislausnunum lærði ég að beita mér rétt og er nú laus við þessa miklu verki sem voru að hrjá mig daglega, ekki síst eftir að ég fór að gera æfingarnar heima líka. Mér líður miklu betur núna, bæði andlega og líkamlega. Ég sef líka betur, áður héldu verkirnir fyrir mér vöku.

Ég er að klára framhaldsnámskeið í Stoðkerfislausnum. Nú kann ég að gera hlutina rétt og ætla að kaupa mér kort í framhaldinu.

Ég mæli 100% með Stoðkerfislausnum. Hefði viljað koma hingað fyrr.

Jóhanna Sandra Pálsdóttir

Ólafía Helga Jónasdóttir
sjúkraþjálfari

STUNDASKRÁ


3 x í viku
Mánudaga kl. 15:00-15:55
Miðvikudaga kl. 15:00-15:55
Föstudaga kl. 15:00-15:55

Grunnur eða framhald 2x í viku
Þriðjudaga kl. 17:30-18:25
Fimmtudaga kl. 17:30-18:25

VERÐSKRÁ


8 vikur, 3x í viku 49.020 kr
8 vikur, 3x í viku, verð á mánuði 24.388 kr
8 vikur, 2x í viku 41.496 kr
8 vikur, 2x í viku, verð á mánuði 20.748 kr
Framhaldsnámskeið 2x í viku 34.216 kr
Framhaldsnámskeið á mánuði 17.200 kr

KAUPA STOÐKERFISLAUSNIR

INNIFALIÐ

  • 8 vikur, 2 – 3x í viku
  • Upphafsviðtal við sjúkraþjálfara (30 mín.), aðeins í grunnnámskeiði
  • Þjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara
  • Kennsla í réttri líkamsstöðu og líkamsbeitingu
  • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara í upphafi námskeiðs
  • Fræðslufundir um efni sem nýtast þátttakendum
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
2018-12-05T17:07:36+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok