stoðkerfisskólinn, heilsuborg.is

STOÐKERFISSKÓLINN

Stoðkerfisskólinn er ætlaður þeim sem eiga í erfiðleikum með ýmis störf og líkamsþjálfun vegna stoðkerfisvandamála.

Markmið skólans er að efla hreyfigetu og auka sjálfstæði í þjálfun.

Í Stoðkerfisskólanum er lögð áhersla á fræðslu um stoðkerfið og nemendum kenndar leiðir til uppbyggingar. Námið í Stoðkerfisskólanum miðar að því að bæta líkamsvitund, líkamsbeitingu og hreyfifærni. Nemendum er kennt að létta á einkennunum, þekkja eigin þolmörk og auka álagsþol sem stuðlar að auknu þreki, bæði í leik og starfi.

Eftir Stoðkerfisskólann eiga nemendur hans að þekkja grunnatriði í líffæra- og lífeðlisfræði sem hjálpar þeim að skilja hvernig líkaminn virkar og hvers hann þarfnast til að ná bata.

Ef óskað er eftir einstaklingsviðtali eða skoðun hjá sjúkraþjálfurum Stoðkerfisskólans samhliða námi í Stoðkerfisskólanum, er greitt fyrir það skv. taxta Sjúkratrygginga Íslands fyrir tíma í sjúkraþjálfun. Mælt er með að bæta því við ef um flókin vandamál er að ræða, sérstaklega ef viðkomandi er ekki í einstaklings sjúkraþjálfun með Stoðkerfisskólanum.

Stoðkerfisskólinn er samtals 24 tímar og stendur yfir í 8 vikur. Kennt er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 11.00.

Næsta námskeið í Stoðkerfisskólanum hefst 4. febrúar.

Sigrún Konráðsdóttir
sjúkraþjálfari

STUNDASKRÁ


Mánudaga kl. 11:00-11:55
Miðvikudaga kl. 11:00-11:55
Föstudaga kl. 11:00-11:55

VERÐSKRÁ


8 vikur 62.900 kr

KAUPA STOÐKERFISSKÓLA

INNIFALIÐ

  • Mikil fræðsla um stoðkerfið og hvernig hægt er að örva bata þess og þar með lágmarka eða losna við verki
  • Kennsla í réttri líkamsbeitingu við æfingar og algeng störf á heimili eða vinnustað
  • Æfingar og slökun
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal Heilsuborgar (í 10 vikur)
2018-12-12T11:54:03+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok