hugarlausnir, heilsuborg.is

HUGARLAUSNIR

Glímir þú við einkenni streitu, depurðar, kvíða eða þunglyndis?
Hugarlausnir eru 8 vikna námskeið þar sem þátttakendum er kennt að kljást við þessi einkenni.

Til að ná sem bestum árangri er námskeiðið þríþætt:

Hreyfing er fyrirferðarmesti hluti námskeiðsins. Þátttakendur æfa í hópi þrisvar sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara eftir forskrift hreyfiseðils. Hægt er að kaupa hreyfinguna sér.

Unnið er með núvitund (mindfulness) undir leiðsögn sálfræðings. Núvitund snýst um það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma.

Næsta námskeið hefst 15. október. Kennsla er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 13.00. 

Þeir sem ljúka námskeiðinu geta skráð sig á framhaldsnámskeið þar sem æft er þrisvar sinnum í viku og boðið er upp á vikulegar núvitundaræfingar.

Næsta framhaldsnámskeið hefst 1. október. Hægt er að bóka þátttöku á framhaldsnámskeiði í móttöku Heilsuborgar og í síma 560 1010.

Þjálfarar og leiðbeinendur:
Elva Brá Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur
Guðni Heiðar Valentínusson, heilsu- og íþróttafræðingur
Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur
Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur
Snædís Eva Sigurðardóttir sálfræðingur

Elva Brá Aðalsteinsdóttir
sálfræðingur

Guðni Heiðar Valentínusson
íþrótta- og heilsufræðingur

Sigrún Ása Þórðardóttir
sálfræðingur

Snædís Eva Sigurðardóttir
sálfræðingur

STUNDASKRÁ


Grunnnámskeið

Mánudaga kl. 13:00
Miðvikudaga kl. 13:00
Föstudaga kl. 13:00

Framhaldsnámskeið

Mánudaga kl. 14:00
Miðvikudaga kl. 14:00
Föstudaga kl. 14:00

VERÐSKRÁ


8 vikur 72.280 kr
1 mánuð 36.140 kr
Hreyfing skv. hreyfiseðli 8 vikur 35.800 kr
Hreyfing skv. hreyfiseðli á mánuði 17.900 kr
Núvitund og streitustjórnun 4 vikur 35.900 kr

KAUPA HUGARLAUSNIR

INNIFALIÐ

  • Þjálfun skv. forskrift hreyfiseðils þrisvar í viku í 8 vikur undir leiðsögn íþróttafræðings.
  • Einstaklingsviðtal við sálfræðing í fyrstu viku námskeiðs þar sem farið er yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund er kynnt.
  • Námskeið í núvitund undir handleiðslu sálfræðinga. Fjögur skipti í tvo tíma í senn á miðvikudögum kl. 13:00.
  • Hugleiðsludiskur með æfingum sem farið er í á námskeiðinu.
  • Mat á andlegri líðan og lífsgæðum  í upphafi og lok námskeiðs með sjálfsmatslistum.
2018-09-11T15:45:42+00:00