hugarlausnir, heilsuborg.is

HUGARLAUSNIR

Glímir þú við einkenni streitu, depurðar, kvíða eða þunglyndis?
Hugarlausnir eru 8 vikna námskeið þar sem þátttakendum er kennt að kljást við þessi einkenni.

Til að ná sem bestum árangri er námskeiðið þríþætt:

Hreyfing er fyrirferðarmesti hluti námskeiðsins. Þátttakendur æfa í hópi þrisvar sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara. Hægt er að kaupa hreyfinguna sér.

Unnið er með núvitund (mindfulness) undir leiðsögn sálfræðings. Núvitund snýst um það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma.

Námskeið 7. janúar UPPSELT

Næsta námskeið hefst 4. febrúar. Kennsla er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 13.00. 

Þeir sem ljúka námskeiðinu geta skráð sig á framhaldsnámskeið þar sem æft er þrisvar sinnum í viku og boðið er upp á vikulegar núvitundaræfingar.

Næsta framhaldsnámskeið hefst 28. janúar. Hægt er að bóka þátttöku á framhaldsnámskeiði í móttöku Heilsuborgar og í síma 560 1010.

Þjálfarar og leiðbeinendur:
Elva Brá Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur
Guðni Heiðar Valentínusson, heilsu- og íþróttafræðingur
Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur
Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur
Snædís Eva Sigurðardóttir sálfræðingur

Elva Brá Aðalsteinsdóttir
sálfræðingur

Guðni Heiðar Valentínusson
íþrótta- og heilsufræðingur

Snædís Eva Sigurðardóttir
sálfræðingur

STUNDASKRÁ


Grunnnámskeið

Mánudaga kl. 13:00
Miðvikudaga kl. 13:00
Föstudaga kl. 13:00

Framhaldsnámskeið

Mánudaga kl. 14:00
Miðvikudaga kl. 14:00
Föstudaga kl. 14:00

VERÐSKRÁ


8 vikur 72.280 kr
1 mánuð 36.140 kr
Hreyfing í 8 vikur 35.800 kr
Hreyfing á mánuði 17.900 kr
Núvitund 4 vikur 36.240 kr

KAUPA HUGARLAUSNIR

INNIFALIÐ

  • Þjálfun þrisvar í viku í 8 vikur undir leiðsögn íþróttafræðings.
  • Einstaklingsviðtal við sálfræðing í fyrstu viku námskeiðs þar sem farið er yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund er kynnt.
  • Námskeið í núvitund undir handleiðslu sálfræðinga. Fjögur skipti í tvo tíma í senn á miðvikudögum kl. 14:00-16:00.
  • Hugleiðsludiskur með æfingum sem farið er í á námskeiðinu.
  • Mat á andlegri líðan og lífsgæðum  í upphafi og lok námskeiðs með sjálfsmatslistum.
2018-12-17T10:14:08+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok