Streitulausnir, heildræn meðferð við streitu, heilsuborg.is

STREITULAUSNIR, HEILDRÆN MEÐFERÐ

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem glíma við alvarlega streitu, örmögnun eða kulnun.


Hér er um að ræða heildstæða meðferð við streitu sem innheldur fræðsludagskrá, einstaklingsviðtöl við sálfræðing, reglulega hreyfingu og námskeið um núvitund.

Fræðslufyrirlestrar

 • Áhrif langvarandi streituálags á heilsu og líðan, kortlagning einkenna og streituvalda
 • Hvað er til ráða – leiðir að bættri líðan
 • Svefn og svefnráð
 • Áhrif langvarandi álags á sjálfsöryggi og sjálfsmat
 • Hvernig forðast má að lenda aftur í sama farinu – og næstu skref

Núvitundarnámskeið
Á námskeiðinu er þátttakendum kennt að vera vakandi fyrir því sem gerist hér og nú, vera meðvitaðir um eigin tilfinningar og hugsanir og hvernig þær geta haft áhrif á það sem gerist í líkamanum og öfugt. Farið er yfir hugmyndafræðina á bak við núvitund og kenndar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma. Námskeiðið hefst með upphafsviðtali (30 mín.) við sálfræðing og síðan fer þjálfunin fram í hóp, þar sem lögð er áhersla á hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf, svo þátttakendur nái sem bestum tökum á viðfangsefninu.

Einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi Heilsuborgar
Markmiðið með einstaklingsviðtölunum er að leggja mat á umfang og alvarleika streitueinkenna og aðstoða við að kortleggja vandann nákvæmlega – einkennin sjálf og undirliggjandi orsakir þeirra. Einstaklingsmiðaðuð meðferðaráætlun er skilgreind með það að markmiði að ná tökum á streitunni svo frekara jafnvægi náist, bæði hvað varðar andlega og líkamlega líðan og í daglegu lífi og starfi.

Hreyfing:
Þjálfun með stuðningi íþróttafræðings er æfingaform sem er innifalið í þessari heildrænu meðferð. Um er að ræða þriggja mánaða námskeið sem veitir þeim stuðning sem vilja æfa á eigin vegum. Í upphafi er hálftíma viðtal þar sem íþróttafræðingurinn skilgreinir þjálfunaráætlun sem hentar. Í annað skiptið er klukkutíma viðtal þar sem farið er í gegnum þjálfunaráætlunina, kennir á líkamsræktartæki og aðstoðar við markmiðasetningu. Vikulegir fundir með íþróttafræðingi (15 mín.) eftir það tryggja aðhald og árangur. Í upphafi er einnig viðtal og mæling á líkamssamsetningu hjá hjúkrunarfræðingi og svo aftur í lok þjálfunartímabils, eftir 3 mánuði.
Ef tiltekið hópnámskeið eða annað þjálfunarform er talið henta betur er auðvelt að koma til móts við það. Slíkt yrði metið í fyrsta viðtali við íþróttafræðing.

Námskeiðið tekur u.þ.b. 12 vikur. Fræðsludagskrá er röð fyrirlestra sem haldnir eru annan hvern miðvikudag. Kennsla í núvitund fer fram á þriðjudögum og hefst þegar fræðsludagskráin er langt komin. Fyrsta einstaklingsviðtal við sálfræðing er eftir fyrstu tvo fyrirlestrana en hversu langt er á milli viðtala getur verið breytilegt. Hreyfing er talin mikilvæg í meðferð gegn streitu. Mælt er með Þjálfun með stuðningi íþróttafræðings https://heilsuborg.is/thjalfun-med-studningi-ithrottafraedings/ sem en ef tiltekið hópnámskeið eða þjálfunarform er talið henta betur er auðvelt að koma til móts við það.

Námskeiðið hefst 20. febrúar.

Anna Sigurðardóttir
sálfræðingur

Elva Brá Aðalsteinsdóttir
sálfræðingur

Erla Gerður Sveinsdóttir
læknir

Kristín Friðriksdóttir
hjúkrunarfræðingur

Snædís Eva Sigurðardóttir
sálfræðingur

Íþróttafræðingar Heilsuborgar.

STUNDASKRÁ


Fræðslufyrirlestrar, annan hvern miðvikudag kl. 08:45-10:45
Kennsla í núvitund, vikulega á þriðjudögum kl. 09:00-11:00
Fundir með íþróttafræðingi og sálfræðingi, bókaðir sérstaklega

VERÐSKRÁ


12 vikur 214.000 kr
Verð á mánuði 71.333 kr

KAUPA STREITULAUSNIR, HEILDRÆNT

INNIFALIÐ

 • Fimm fyrirlestrar um streitu og ráð við henni
 • Þátttakendur kortleggja streitueinkenni sín og streituvalda og gera drög að áætlun um að vinna með mikilvæg atriði
 • Fræðsluefni og verkefni
 • Áskoranir eða hvatningarorð milli fræðslufunda
 • Einstaklingsviðtal (30 mínútur) við sálfræðing í upphafi núvitundarnámskeiðs þar sem farið er yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund kynnt
 • Núvitund í hóp undir handleiðslu sálfræðinga. Fjögur skipti, tvo tíma í senn
 • Aðgangur á netinu að hugleiðslu með æfingum sem farið er í á námskeiðinu
 • Fimm einstaklingsviðtöl við sálfræðing (50 mínútur hvert)
 • Vikulegir fundir með íþróttafræðingi (15 mínútur), 12 vikur
 • Kennsla á líkamsræktartæki og æfingar í sal
 • Markmiðssetning varðandi hreyfingu
 • Viðtal við hjúkrunarfræðing í upphafi og lok námskeiðs
 • Mæling á líkamsgreiningartæki í upphafi og lok námskeiðs
 • Aðgangur að vel búinni líkamsræktaraðstöðu Heilsuborgar, opnum tímum og opnum fyrirlestrum
2019-01-29T11:05:42+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok