Streitulausnir, hreyfing, streita, heilsuborg.is

STREITULAUSNIR, HREYFING

Vilt þú nota hreyfingu til að ná tökum á streitunni? Vissir þú að regluleg hreyfing er öflug forvörn við streitu?


Hreyfingarleysi, skortur á áreynslu og einhæfar hreyfingar eru allt þættir sem geta aukið á streituna. Þá safnast spenna gjarnan upp – og fólk er mislagið við að losna aftur við hana. Við reglulega hreyfingu eykst blóðflæði til stífra vöðva, sem aftur hjálpar til við að losa spennu. Auk þess eykst framleiðsla endorfína í líkamanum, sem hafa róandi áhrif, lina verki og valda vellíðan eftir æfingar. Vöðvarnir slakna og flæði súrefnis um líkamann eykst. Orkan eykst, sem dregur úr líkum á að fólk verði niðurdregið eða úrillt. Auk þess getur hreyfingin hjálpað til við að bæta nætursvefninn. Til viðbótar hefur verið sýnt fram á að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á hugarstarfsemina, bætir einbeitingu og minni. Regluleg hreyfing er því öflugt hjálpartæki í glímunni við streitu og einkenni hennar.

Í Heilsuborg er boðið upp á fjölbreytta hreyfingu þar sem allir ættu að geta fundið leið sem hentar. Ef þú ert í vandræðum með velja hvaða leið er best er hægt að bóka tíma hjá íþróttafræðingi sem hjálpar þér að finna út hvaða leið hentar best fyrir þig. Hafðu samband við móttöku Heilsuborgar í síma 560 1010 og bókaðu tíma.

Hér eru nokkur dæmi:

Þjálfun með stuðingi íþróttafræðings:
Hér er þriggja mánaða námskeið sem veitir þeim stuðning sem vilja æfa á eigin vegum. Í upphafi er hálftíma viðtal þar sem íþróttafræðingurinn skilgreinir þjálfunaráætlun sem hentar þér. Í annað skiptið er klukkutíma viðtal þar sem hann kennir allar æfingarnar og aðstoðar við markmiðasetningu. Í framhaldinu æfir þú samkvæmt þeirri áætlun sem sett hefur verið upp en hittir auk þess þinn íþróttafræðing reglulega (15 mínútur vikulega). Það veitir aðhald og tryggir að æfingarnar séu uppfærðar á þjalfunartímabilinu. Í upphafi og lok tímabilsins er einnig viðtal og mæling á líkamssamsetningu hjá hjúkrunarfræðingi.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/thjalfun-med-studningi-ithrottafraedings/

Orkulausnir:
Ef ástandið er orðið það slæmt að þú ert farin að glíma við síþreytu eða kulnun er mikilvægt að byrja rólega. Á námskeiðinu er unnið er með hugsun, hegðun, hreyfingu og líðan. Námskeiðið miðar að því að innleiða jafnvægi í daglegt líf, vinna með streituþætti og lágmarka þá. Orkulausnir eru góð leið fyrir þá sem vilja vinna með sitt innra og ytra jafnvægi ásamt því að koma á reglulegri hreyfingu.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/orkulausnir/

Hugarlausnir:
Á námskeiðinu er hreyfing notuðu til að vinna á móti einkennum streitu, depurðar, kvíða eða þunglyndis. Hreyfingin er sett upp skv. hugmyndafræði hreyfiseðils á þann hátt að hún vinnur á móti ofangreindum kvillum.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/streita-depurd-kvidi-og-thunglyndi/

Kvennaleikfimi:
Er frábær fyrir konur á öllum aldri sem vilja bæta líkamsástandið með fjölbreyttum æfingum en forðast hopp og læti. Hér er gamla góða leikfimin þar sem gerðar eru markvissar æfingar til að byggja upp styrk, þol, stöðugleika og hreyfanleika.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/kvennaleikfimi/

Morgunþrek:
Fyrir morgunhanana sem vilja byrja daginn á að taka vel á.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/morgunthrek/

Karlapúl:
Hádegistímar fyrir hressa karla sem vilja komast í form með styrktar- þol- og liðleikaæfingum. Mikið púl í 50 mínútur.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/karlapul/

Jóga:
Kenndar eru grunnstöður í jóga, styrktarstöður og teygjur, með ríka áherslu á öndun og líkamsvitund. Tilvalin leið til að losa sig við streituna. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/joga/

Einkaþjálfun hjá íþróttafræðingi:
Viltu hafa þinn eigin fagmenntaða þjálfara? Í einkaþjálfun sér Þjálfarinn um að æfingarnar séu rétt samsettar, rétt gerðar og á réttu álagi. Hvort heldur sem þú ert að glíma við heilsukvilla, vilt ná tökum á þyngdinni eða einfaldlega vilt fá aðhald, hvatningu og aðstoð við að setja þér markmið þá er einkaþjálfun góð leið.
Nánari upplýsingar: https://heilsuborg.is/einkathjalfun/

KAUPA ÞJÁLFUN MEÐ ÍÞRÓTTAFRÆÐINGI

KAUPA ORKULAUSNIR

KAUPA HUGARLAUSNIR

KAUPA KVENNALEIKFIMI

KAUPA MORGUNÞREK

KAUPA KARLAPÚL

KAUPA JÓGANÁMSKEIÐ

KAUPA EINKAÞJÁLFUN
2018-10-11T06:24:37+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok